Úrval - 01.09.1970, Blaðsíða 123
MAÐURINN SEM ÓGNAÐI ELDINGUNNI
121
Franklin ýtrustu krafta sinna til
þess að leysa af hendi síðasta stór-
afrek sitt fyrir málstað Ameríku.
Þessi 82 ára öldungur gekk næstum
daglega frá húsi sínu til Fylkishúss
Pennsylvaníu í fjóra mánuði. ,Og
þar eyddi hann hverjum tímanum
á fætur öðrum í umræður um fátæk
fylki og rík fylki, stór fylki og lítil
fylki, þrælafylki og fylki frjálsra
manna og ótal önnur vandamál, sem
þeir menn, er sömdu stjórnarskrána,
urðu að horfast í augu við og reyna
að leysa.
Allt frá fyrsta degi Stjórnarskrár-
þingsins var Franklin tákn þess
sáttaranda, sem þingið þarfnaðist
svo ákaflega. Aðeins hann hefði haft
bolmagn til þess að keppa við Wash-
ington um forsetasæti á þinginu. En
hann vék til hliðar af frjálsum vilja.
Franklin kvaddi sér hljóðs, eitt sinn
er deilurnar urðu svo ákafar, að það
virtist sem þingið væri að leysast
upp. Hann minnti þingið á það, að
þegar Meginlandsþingið hafði áður
komið saman í þessum sama sal,
hefðu verið fluttar þar bænir á
hverjum degi, bænir, sem var „svar-
að af náð“. Hann hvatti til þess, að
þessi siður yrði tekinn upp að nýju.
Tillaga þessi náði ekki fram að
ganga. Og var það aðallega fyrir til-
stilli manna sem Alexanders Ham-
iltons, er óttaðist, að almenningur
tæki slíkt sem merki um „ósam-
komulag innan þingsins“, sem það
var í raun og veru. En uppástunga
Franklins varð samt til þess að
breyta andrúmsloftinu nokkuð.
Menn þeir, sem höfðu átt þar í bitr-
um deilum undanfarið, fundu nú
innra með sér trú á viðleitni þessa
þings þrátt fyrir allt. Tillaga þessi
gaf Franklin tækifæri til þess að
vara þingfulltrúa við því, ,,að verk
þeirra yrðu óspart gagnrýnd og orð-
stír þeirra lítill á komandi öldum,
ef þeir létu hina smásmugulegu
hagsmunastreitu einstakra héraða
og fylkja sundra sér“.
í öllum þessum umræðum barðist
Franklin skilyrðislaust gegn fram-
gangi hverra þeirra ráðstafana, sem
miðuðu að því að takmarka frelsi
ýmissa sérhópa Ameríkumanna og
skapa tortryggni milli þeirra. Hann
lagðist gegn þeirri uppástungu, að
meina skyldi innflytjendum að
gegna opinberum embættum fyrstu
14 dvalarár þeirra í Ameríku.
Franklin stakk þess í stað upp á því,
að bann þetta skyldi aðeins taka til
fyrstu fjögurra áranna. Hann sner-
ist og enn harðar gegn þeirri hug-
mynd að takmarka kosningaréttinn
við þá menn, sem eignir ættu. Hann
varði einnig það atriði, sem veitti
Þjóðþinginu vald til þess að kæra
forseta fyrir valdníðslu. Afstaða
hans markaðist ætíð af ákafri löng-
un hans til þess, að Ameríkumenn
mættu nota það frelsi, sem þeir
höfðu öðlazt, nota það af ábyrgðar-
tilfinningu og gætni.
Það varð augsýnilegt, er þingslit
Stjórnarskrárþingsins nálguðust, að
hin raunverulega hætta var fólgin í
þeim möguleika, að hin einstöku
fylki mundu hafna hinni breyttu
stjórnarskrá. Flestar málamiðlunar-
tillögur höfðu aðeins verið sam-
þykktar með naumum meirihluta.
Og margir þingfulltrúa voru enn ó-
ánægðir og sættu sig ekki við orðinn
hlut. Því þurfti einhverja „formúlu"