Úrval - 01.09.1970, Blaðsíða 128
126
ÚRVAL
Tillaga hans var samþykkt með
dynjandi lófaklappi.
En sú grafskrift, sem er sannasta
táknið um hið sérstæða sambland
kímnigáfunnar og hugrekkisins, trú-
arinnar og frelsisástarinnar í fari
Franklins, var skrifuð af honum
sjálfum:
Líkami
B. Franlclins
prentara
Líkt og kápa gamallar bókar hefur
innihald hans verið rifið burt og
svipt letri sínu og gyllingu, og hann
liggur hér sem fæða fyrir orma.
En Verkið mun ekki glatast að fullu,
því að það mun, líkt og hann trúði,
koma út einu sinni enn í nýrri og
fullkomnari útgáfu, leiðrétt og end-
urbætt af höfundinum.
Við keyptum bolakálf og ætluðum að ala hann vel og slátra honum
síðan. Við skirðum hann Charlie Brown. Hann komst í mikið uppáhald
hjá dætrum okkar, frænkum og frændum. Þau mötuðu hann á eplum
og korni, og hann át úr lófa iþeirra. En þrátt fyrir sorgarsvip og sárar
bænir var Charlie síðan slátrað og kjötið sett í frystikistuna.
Nokkrum dögum síðar fórum við í skemmtiferð með dæturnar og
nokkra vini þeirra og vinkonur. Ég kveikti hlóðaeld og spurði þau síðan,
hvort þau vildu heldur hamborgara eða steiktar pylsur. Eitt þeirra
spurði, hvort hamborgararnir væru af ihonum Charlie Brown. Þegar ég
játaði þann hræðilega sannleika, sögðu þau hvert af öðru, að þau vildu
heldur fá pylsur. Síðasta vinkona dætranna hikaði samt svolítið. Svo
tilkynnti hún nlvarlega í bragði: „Ég tek ihamborgara. Eg þekkti hann
ekki það vel.“
Frú John Clark.
Fyrsti dagur sumartimans þetta árið var sunnudagur. Og syfjaður
söfnuðurinn fylgdist með því, er ungi presturinn steig upp í stólinn.
Hann virtist ekki heldur vel vaknaður. Hann hóf máls á þessa leið: „Eins
og þið vitið, glötuðum við öll einni klukkustund i nótt vegna komu sum-
artímans. Ég veit ekki, hvaða klukkustund þiS glötuðuð, en ég glataði
einmitt þeirri klukkustund, sem ég nota venjulega til þess að semja
sunnudagsræðuna rnina."
Svo steig hann ofan úr stólnum, gekk að altarinu og hélt guðsþjón-
ustunni áfram. Anne D. Monahan.
Oscar Homolka Jeikari lýsti yfir því mjög æstur í bragði, að hanr.
gerði fastlega ráð fyrir því að verða nú vellauðugur maður: „Það voru
einhverjir mælingamenn að snuðra á landareigninni minni. Og hvað
haldið þið, að þeir hafi fundið þar? Bílastæði!"
Earl Wilson.