Úrval - 01.09.1970, Blaðsíða 65
HLJÓÐLÁTT FRWARSTARF
63
herranum hjá Sameinuðu þjóðunum,
Caradon lávarði, í brjóst þeirri
snjöllu hugmynd að ávarpa ráðið í
bundu máli.
GÓÐAR FRÉTTIR ERU
ENGAR FRÉTTIR
Taka ber fram, að þetta ágæta
dæmi um siðmennileg alþjóðasam-
skipti sem leystu Bahraíu-deiluna,
vakti óendanlega miklu minni at-
hygli en hin síendurteknu dæmi um
ofbeldi og mannlegar þjáningar, sem
eiga rætur að rekja til þverúðar-
fullra og hrottafenginna alþjóðlegra
umgengnishátta. Með öðrum orðum:
„góðar fréttir eru engar fréttir“.
Og ekki ættu menn að vanmeta
þá fyrirhöfn, sem lá að baki hinni
friðsamlegu lausn á Persaflóa. Hún
var árangurinn af nálega árlöngum
látlitlum og erfiðum samningsvið-
ræðum og samtöl milli deiluaðila og
framkvæmdastjórans og samverka-
manna hans.
HVATTUR TIL AÐ
BERA FRAM HÓTANIR
Bahraín-málið er ekki neitt ein-
angrað dæmi. „Velviljuð liðsemd“
er verulegur hluti af störfum fram-
kvæmdastjórans og samverkamanna
hans. Hugtakið „velviljuð liðsemd"
er ekki notað um verkefni sem Alls-
herjarþingið eða Öryggisráðið hafa
með höndum, heldur einungis í til-
vikum þar sem framkvæmdastjór-
inn hefur ekki neitt formlegt um-
boð frá einhverri af meginstofnun-
um Sameinuðu þjóðanna.
Settar hafa verið upp nokkrar al-
mennar reglur um hvenær beita
skuli „velviljaðri liðsemd“. Verk-
efnið verður að vera í samhljóðan
við grundvallarreglur Stofnskrár
Sameinuðu þjóðanna. Fram-
kvæmdastjórinn verður einnig að
vega og meta, hvort íhlutun hans sé
líkleg til að stuðla að lausn, eða
hvort hún sé þvert á móti áhrifalaus
eða jafnvel skaðleg.
Komið hafa til dæmis upp að-
stæður, þar sem tiltekin ríkisstjórn
hefur hvatt framkvæmdastjórann til
að bera fram aðvaranir eða jafnvel
hótanir við aðra ríkisstjórn eða eiga
þátt í að eitthvert ríki sé fordæmt
af almenningsálitinu í heiminum.
Slíkum tilmælum er jafnan vísað á
bug.
ÞAGMÆLSKA
SJÁLFSAGÐUR HLUTUR
Þegar framkvæmdastjórinn hefur
afráðið að leggja til atlögu við til-
tekin verkefni, verður hann að hafa
í huga, að vandamálin, sem honum
er ætlað að hjálpa til við að leysa,
eru nálega alltaf nátengd virðingu
og áliti ríkisstjórna eða annarra
hlutaðeigandi aðila. Þegar um ríkis-
stjórnir er að ræða, er pólitísk staða
þeirra heima fyrir einatt alvarleg
hindrun hugsanlegrar lausnar. Þess
vegna eru traust, gagnkvæm virð-
ing og alger þagmælska frumskil-
yrði jákvæðs árangurs. Jafnframt
er æskilegt, að sem allra minnst sé
fjallað um málið á opinberum vett-
vangi.
Það er því ekki ótítt, að fram-
kvæmdastjórinn sé sakaður um að
virða að vettugi alþjóðleg vandamál
eða láta sér á sama standa um það,
þó hann sé einmitt að vinna að
lausn þess í kyrrþey.