Úrval - 01.09.1970, Blaðsíða 89
MAÐURINN SEM ÓGNAÐI ELDINGUNNI
87
****•$r þrumuský tóku að
*
*
*****
*
\V
/!\
*
*
hrannast upp á himni
yfir Fíladelfíu og það
dimmdi í lofti, fóru
bæjarbúar að búa sig
undir að mæta þrumu-
veðrinu, sem var í nánd. Það heyrð-
ust gluggaskellir, kaupmenn læstu
búðardyrum sínum, og mæður skip-
uðu börnum sínum að koma inn.'
Fólk vonaði, að hinn aðvífandi
stormur mundi samt hreinsa loftið
og færa með sér svolítinn svala.
Þetta var síðdegis í júnímánuði, og
molluhiti grúfði yfir öllu. En það
voru líka sumir, sem fundu til kvíða,
þegar fyrstu þrumurnar kváðu við.
Þeir vissu, að þessi þungbúnu ský
höfðu að geyma banvæna eldingar-
fl'eyga.
Það var aðeins einn maður, sem
beið þrumustormsins af einlægri
gleði. Benjamín Franklin hafði beð-
ið eftír slíku veðri dögum saman.
Þegar hann kom auga á þrumuský-
in út um gluggana á húsi sínu í út-
jaðri bæjarins, hrópaði hann æstur:
„Billy!"
Augnabliki síðar birtist William,
sonum Franklins. Andlit hans ljóm-
aði af æsingu. Hann var orðinn 21
árs. Þetta var myndarlegur piltur,
6 fet á hæð og sterklega vaxinn.
Hann var hávaxnari en faðir hans,
en mun grennri, þótt hann væri
sterklega vaxinn, enda var Frank-
lin svo kraftalegur um bringu og
herðar, að helzt minnti á skógar-
bj örn.
„Er allt tilbúið?" spurði Franklin.
William kinkaði kolfi. Þeir
klæddu sig í frakka og fóru inn í
herbergi eitt, sem Franklin hafði
dvalið flestum stundum síðustu
fjögur árin. Þetta var rannsóknar-
stofa, sem helguð var leyndardóm-
um rafmagnsins.
Á löngu borði gat að líta glerrör,
hringlaga perur og' nokkrar ein-
kennilegar flöskur í tinhýlkjum.
Voru þær kallaðar Leydenkrukkur,
og var hægt að geyma rafhleðsiu í
þeim. f einu horni lierbergisins gat
að líta einkennilegan flugdreka, sem
gerður var úr stórum silkiklút með
löngum vír, sem festur var í endann
á lóðréttu priki. William tók nú
flugdrekann, en Benjamín greip
eina af Leydenkrukkunum. Og síðan
fóru þeir út.
Þeir gengu hratt yfir að auðu
svæði, sem bar heitið Almenningur.
Var þar um bithaga að ræða. Benja-
mín beið þar um hríð inni í skýli,
þar sem fólk gat leitað skjóls í ill-
viðrum. En William þaut þvert yfir
svæðið með flugdrekann í eftir-
dragi. Honum tókst að koma honum
á loft eftir dálitla fyrirhöfn, því að
vindurinn var honum erfiður. Síð-
an fór hann aftur til föður síns.
Þetta var mikilsvert augnablik
fyrir Franklin, augnablik, sem var
þrungið von og jafnframt spennu.
Menn höfðu vitað harla lítið um raf-
magnið, þangað til hann byrjaði til-
raunir sínar. Með hjálp fiölda sí-
gildra sýnitilrauna hafði Franklin
tekizt að afla þessari nýju vísinda-