Úrval - 01.09.1970, Page 89

Úrval - 01.09.1970, Page 89
MAÐURINN SEM ÓGNAÐI ELDINGUNNI 87 ****•$r þrumuský tóku að * * ***** * \V /!\ * * hrannast upp á himni yfir Fíladelfíu og það dimmdi í lofti, fóru bæjarbúar að búa sig undir að mæta þrumu- veðrinu, sem var í nánd. Það heyrð- ust gluggaskellir, kaupmenn læstu búðardyrum sínum, og mæður skip- uðu börnum sínum að koma inn.' Fólk vonaði, að hinn aðvífandi stormur mundi samt hreinsa loftið og færa með sér svolítinn svala. Þetta var síðdegis í júnímánuði, og molluhiti grúfði yfir öllu. En það voru líka sumir, sem fundu til kvíða, þegar fyrstu þrumurnar kváðu við. Þeir vissu, að þessi þungbúnu ský höfðu að geyma banvæna eldingar- fl'eyga. Það var aðeins einn maður, sem beið þrumustormsins af einlægri gleði. Benjamín Franklin hafði beð- ið eftír slíku veðri dögum saman. Þegar hann kom auga á þrumuský- in út um gluggana á húsi sínu í út- jaðri bæjarins, hrópaði hann æstur: „Billy!" Augnabliki síðar birtist William, sonum Franklins. Andlit hans ljóm- aði af æsingu. Hann var orðinn 21 árs. Þetta var myndarlegur piltur, 6 fet á hæð og sterklega vaxinn. Hann var hávaxnari en faðir hans, en mun grennri, þótt hann væri sterklega vaxinn, enda var Frank- lin svo kraftalegur um bringu og herðar, að helzt minnti á skógar- bj örn. „Er allt tilbúið?" spurði Franklin. William kinkaði kolfi. Þeir klæddu sig í frakka og fóru inn í herbergi eitt, sem Franklin hafði dvalið flestum stundum síðustu fjögur árin. Þetta var rannsóknar- stofa, sem helguð var leyndardóm- um rafmagnsins. Á löngu borði gat að líta glerrör, hringlaga perur og' nokkrar ein- kennilegar flöskur í tinhýlkjum. Voru þær kallaðar Leydenkrukkur, og var hægt að geyma rafhleðsiu í þeim. f einu horni lierbergisins gat að líta einkennilegan flugdreka, sem gerður var úr stórum silkiklút með löngum vír, sem festur var í endann á lóðréttu priki. William tók nú flugdrekann, en Benjamín greip eina af Leydenkrukkunum. Og síðan fóru þeir út. Þeir gengu hratt yfir að auðu svæði, sem bar heitið Almenningur. Var þar um bithaga að ræða. Benja- mín beið þar um hríð inni í skýli, þar sem fólk gat leitað skjóls í ill- viðrum. En William þaut þvert yfir svæðið með flugdrekann í eftir- dragi. Honum tókst að koma honum á loft eftir dálitla fyrirhöfn, því að vindurinn var honum erfiður. Síð- an fór hann aftur til föður síns. Þetta var mikilsvert augnablik fyrir Franklin, augnablik, sem var þrungið von og jafnframt spennu. Menn höfðu vitað harla lítið um raf- magnið, þangað til hann byrjaði til- raunir sínar. Með hjálp fiölda sí- gildra sýnitilrauna hafði Franklin tekizt að afla þessari nýju vísinda-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.