Úrval - 01.09.1970, Blaðsíða 9
7
sem ég gat kallað mitt.
Það var eins og ég hefði
fæðzt á þessu augna-
bliki, algerlega nýr,
hugvana, laus við allar
minningar. Það sem
var, var aðeins nú,
þetta augnablik sem
var þarna og allt sem í
því var. Að horfa var
nóg. Og það sem ég sá
var khaki-buxnaskálm-
ar sem enduðu neðst í
pari af brúnum skóm,
khaki-ermar sem end-
uðu til hliðanna í tveim-
ur bleikum höndum og
framhlutinn af khaki-
blússu sem endaði að
ofan í gjörsamlega
engu — eða að minnsta
kosti alls ekki í höfði.
Ég var ekki lengi að
átta mig á því að þetta
ekkert, þetta gat þar
sem höfuðið var áður
var ekki neitt venjulegt
tóm, ekki bara ekki
neitt, þver á móti: í
þvi var afskaplega mik-
ið, það var geysileg
vídd, full af geysilega
miklu, ekkert sem fól í
sér allt: gras, tré, fjar-
lægar hæðir með skugg-
um, og langt fyrir ofan
snævikrýnda tinda eins
og röð af broddóttum
skýjum svífandi um
bláan himininn. Ég
hafði glatað höfði mínu
og öðlazt heim í stað-
inn. Og það er óhætt að
segja að bókstaflega tal-
að náði ég varla andan-
um. Svo virtist sem ég
EFTIR
D. R. HARDING
hætti algerlega að anda,
var svo upptekinn af
því sem var þarna og
nú. Hér var hún þessi
stórkostlega sýn, skín-
andi í björtum iitum í
tæru loftinu, ein, óstudd,
svífandi á dularfullan
hátt í tóminu, og — og
það var mesta krafta-
verkið, hið raunveru-
lega kraftaverk, mesta
undrið og gleðin —: hún
var algjörlega laus við
mig, ólituð af nokkrum
áhorfanda. Þessi návist
var mín fjarvist, fjar-
vist líkama og sálar:
léttari en loft, tærari en
gler, algerlega laus við
mig, ég var hvergi. En
þessi göldrum kennda
og yfirnáttúrlega sýn