Úrval - 01.09.1970, Blaðsíða 90
88
ÚRVAL
grein virðingar. Áður höfðu menn
eingöngu litið á rafmagnið sem dul-
arfullt afl, en nú var farið að skoða
þetta sem upprennandi vísindagrein,
er ætti fullan rétt á sér. Hann hafði
uppgötvað tilveru jákvæðrar og nei-
kvæðrar rafhleðslu og fundið upp
slík tæki sem rafgeymi, leiðara og
þétti og gefið þessum nýju tækjum
þessi nöfn. Nú var hann í þann veg-
inn að sannprófa fífldirfskulega
kenningu sína, þ.e. að rafmagn og
elding væri eitt og hið sama afl.
Eftir nokkur augnablik var flug-
drekinn orðinn að dansandi depli í
loftinu. William fékk föður sínum
snúruna. Við neðri enda hennar,
nokkrum þumlungum fyrir ofan
hönd Franklins, var bundið silki-
band. Silki leiðir ekki rafmagn. Það
er einangrari. Silkiband þetta var
eina vörn Franklins gegn möguleik-
anum á, að hann fengi í sig geysi-
legan rafstraum úr eldingu frá
þrumuskýjunum uppi yfir þeim.
Lítill húslykill var festur við sam-
skeyti snúrunnar og silkibandsins.
Franklin vonaði, að þar mundi hann
brátt geta greint rafneista. Hann
snerti lykilinn með hnúanum. Hann
fann engan rafstraum.
Ofsi stormsins jókst stöðugt. Það
syrti á himni, og skyndilega birtust
þar eldingar. William benti á stórt
ský, sem sveif beint yfir höfuð þeim
þessa stundina. Frá því bárust há-
værar þrumudrunur. Flugdrekinn
snerist á alla vegu og hoppaði upp
og niður í storminum. En lykillinn
var jafn kaldur og ,,lífvana“ sem
fyrr.
Franklin lá við að örvænta um, að
tilraunin mundi heppnast. Hann
starði upp í loftið. Honum varð
hugsað til tilrauna sinna, sem skiptu
hundruðum, og hann reyndi að
mynda sér skoðun um, hvað hefði
farið úrskeiðis. Svo leit hann á þann
hluta snærisins, sem var rétt fyrir
ofan hönd hans. Hann rak upp gleði-
óp, sló á öxl sonar síns með hinni
hendinni og benti á snærið.
Snærið var samantvinnað úr
nokkrum þáttum, og voru þeir
nokkuð lausir. Sitt hvorum megin
gat nú að líta snærisþætti, er stóðu
beint út í loftið. Þetta var furðuleg
sjón. Franklin færði höndina var-
lega í áttina að lyklinum og snerti
hann síðan með hnúanum. Hann
fann nú til kunnuglegrar kenndar.
Um hönd hans streymdi rafstraum-
ur.
Nú jókst regnið um allan helming.
Það gegnvætti snærið. Franklin tók
upp Leydenkrukkuna. í opi hennar
var breiður korktappi, og í gegnum
hann hafði verið stungið vír. Frank-
lin bar vír þennan að lyklinum. Raf-
magn úr rafhlöðnu loftinu streymdi
nú inn í krukkuna.
Þetta var hættulegasta augnablik
tilraunarinnar. Vísindamenn halda
því fram, að hefði flugdrekinn orð-
ið fyrir eldingu á þessu augnabliki,
kynni hinn sterki rafstraumur að
hafa hlaupið yfir eða í gegnum silki-
bandið og brennt bæði föður og son
til bana. En storminum slotaði. Síð-
an héldu faðir og sonur heim, ölv-
acir af sigurhrósi vegna þessa sigurs.
Það má teljast kaldhæðni örlag-
anna, að nokkrum vikum síðar bár-
ust Franklin nokkur bréf, þar sem
honum var tilkynnt, að þrír Frakk-
ar hefðu sannprófað hugmynd hans