Úrval - 01.09.1970, Blaðsíða 111
MAÐURINN SEM ÓGNAÐI ELDINGUNNI
109
ekki um að ræða venjulegt bænar-
skjal. Hann sagði, að mál þetta varð-
aði aftur á móti innsta kjarna
heimsveldisstefnu Bretlands. Gat
brezka stjórnin vænzt þess nú eða
í framtíðinni að fá menn, sem sann-
að höfðu hollustu sína, til þess að
stjórna nýlendunum?
Wedderburn brýndi raustina og
sagði, að svarið við þessari spurn-
ingu yrði neitandi, ef Leyndarráðið
tæki þá beiðni alvarlega, sem dr.
Franklin hefði lagt fram. Hann sagði
að þing Massachusetts gæti ekki
bent á „eitt einasta dæmi um, að
þeir Hutchinson og Oliver hefðu
rækt embættisstörf sín illa“, en samt
bæði nýlenduþingið nú konung um
að setja Hutchinson og Oliver af,
„vegna þess að þeir hefðu glatað
trausti fólks“, eins og það væri
orðað.
Hvers vegna höfðu þeir glatað
slíku trausti? Wedderburn minntist
ekki á þá staðreynd, að þeir Hutc-
hinson og Oliver höfðu staðið í stöð-
ugum deilum við nýlenduþingið, allt
frá því að þeir tóku við stöðum sín-
um. Wedderburn hrópaði, að eina
ástæðan fyrir því, að slíkt traust
hefði glatazt væri bréfasending
Franklins til Boston.
Wedderburn beindi nú allri sinni
eitruðu mælsku gegn Franklin: „Dr.
Franklin reyndist því vera helzti
höfuðpaur alls þessa samsæris gegn
þessum tveim nýlendustjórum Hans
Hátignar". Wedderburn hrópaði, að
það, sem gerði þetta ráðabrugg svo
sérstaklega ógeðfellt, væri notkun
einkabréfa í slíku augnamiði. „Það
er leyndardómur, hvernig bréf þessi
hafa komizt í hendur annarra en
hinna réttu eigenda þeirra, leynd-
ardómur, sem dr. Franklin ber að
útskýra,“ öskraði hann.
„Ég vona það, lávarðar minir, að
þér munuð merkja, já, brennimerkja
þennan mann til heiðurs landi voru,
Evrópu og öllu mannkyninu,“ sagði
hann. „Hann hefur fyrirgert allri
virðingu þjóðfélaga og manna.“
Hann lamdi í borðið, hnussaði fyrir-
litlega og öskraði margar setningar,
meðan á árás þessari stóð. Hann
lýsti Franklin sem manni, er hefði
orðið drukkinn af valdakennd og
áliti sig vera ráðherra fyrir „hið
mikla ameríska lýðveldi“, sjálfstæða
ríkisheild, sem hann einn hefði rétt
til þess að vera talsmaður fyrir.
Franklin mátti þola þennan flaum
svívirðinga í næstum heila klukku-
stund, en lávarðarnir og margir
áheyrenda veltust um af hlátri yfir
hvössustu broddum Wedderburns.
Margir áheyrenda trúðu því ekki, að
nokkur maður gæti setið þögull
undir slíkri árás. En Franklin tókst
þetta, þótt það virtist ógerlegt. Jer-
emy Bentham, sem var þá ekki orð-
inn frægur heimspekingur eins og
síðar varð, sagði, að Franklin hefði
staðið þarna „allan tímann eins og
klettur, í sömu stellingum, og ekki
látið þennan miskunnarlausa storm
hagga hið minnsta við sér.“
Þetta var meira en stormur fyrir
Franklin. Þetta voru stjórnmálaleg
og tilfinningaleg ragnarök fyrir
hann. Hann sá nú allar vonir sínar
um sættir deyja. Sú ást, sem hann
hafði fengið á Englandi og Englend-
ingum á langri ævi, var nú særð
holundarsári. Han ngat varla trú-
að því, að þessir menn, sem hann