Úrval - 01.09.1970, Blaðsíða 48

Úrval - 01.09.1970, Blaðsíða 48
46 URVAL Galt, sem leitað var að fyrir morð- ið á Martin Luther King, jr. Þegar framhaldsrannókn leiddi í ljós, að Sneyd var farinn til Englands, voru myndir og fingraför af honum send til Lundúna í miklum flýti. Sneyd, öðru nafni Ray, hafði pantað flug- far frá Lundúnum til Brússel, og náðist hann á Heathrowflugvellin- um í Lundúnum, einmitt þegar flugvélin hans var í þann veginn að leggja af stað til Belgíu. Þannig hafði kanadisku riddaraliðslögregl- unni tekizt að leysa mjög erfitt morðmál, mál, sem hafði vakið svo mikla athygli, að teljast má næstum einsdæmi. „HIÐ ÞÖGLA LIГ Konunglega kanadiska riddara- liðslögreglan var skipulögð opin- berlega árið 1873 og hlaut þá nafn- ið Riddaraliðslögregla Norðvestur- héraðanna. Átti hún að halda uppi lögum og reglu við vesturlanda- mæri Kanada. Lögreglulið þetta hefur nú eftirlit með stærsta lög- reglusvæði heimsins eða 3.852.000 fermílum lands, sem teygja sig yfir sjö tímabelti, risavaxið svæði, sem nær allt frá stórborgasvæðum aust- urhéraðanna til landa og hafa, sem liggja að Norðurheimskautssvæð- inu. „Liðið“, eins og meðlimir þess kalla það alltaf með stolti í rödd- inni, hefur fleiri og fjölbreytilegri skyldustörfum að gegna en nokkurt annað löggæzlulið á jarðríki. Það gegnir flestum þeim skyldustörfum, sem skiptast á milli nokkurra sér- stakra aðila í Bandaríkjunum, þ. e. Alríkislögr eglunnar, Leyniþj ónust- unnar, Gagnnjósnadeild Miðnjósna- stofnunarinnar (CIA), Landamæra- eftirlitsins og einnig fylkislögreglú og borgarlögreglu á mörgum svæð- um. Flestir meðlimirnir gera lítið úr þeim rómantíska blæ, sem sveipað hefur verið um „Liðið“, t. d. í söngvamyndinni „Rose Marie“ með söngvaranum Nelson Eddy í aðal- hlutverkinu. Einnig hlæja þeir að þeirri goðsögn, að þeir „nái alltaf manninum, sem þeir leita að“. (í rauninni ganga meðlimir „Liðsins" nú aðeins í skarlatsrauðum jökkum við sérstök tækifæri, og þeir nota aðeins hesta, er þeir sýna hesta- mennsku sína á ýmsum sýningum við hátíðleg tækifæri og láta þá hestana dansa eftir tónlist). Þeir hafa meira að segja forðazt alla auglýsingastarfsemi af slíkri hörku, að þeir hafa fengið titilinn „Þögla liðið“. En samt lifir þessi róman- tíska goðsögn Hollywood um kon- unglegu kanadisku riddaraliðslög- regluna enn góðu lífi. Á hverju ári berast aðalbækistöðvum hennar heil ósköp af bréfum alls staðar að úr heiminum, sem hafa ýmislegt að geyma, allt frá beiðnum um mynd- ir af lögreglumönnum til bónorða. „Liðið“ svarar öllum þessum bréf- um á sama hátt. Það sendir bréf- riturum ósköp látlausan bækling, þar sem þessi setning stendur: „Lögreglustarfið er starf allan sól- arhringinn, oft flókið og erfitt starf, stundum tilbreytingarlaust, og ber þar mjög lítið á þeim glæsibrag, sem eignaður er Liðinu.“ Vissulega hvílir enginn glæsi- bragur yfir aðalbækistöðvum Liðs- ins í Ottawa. Þar er um að ræða
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.