Úrval - 01.09.1970, Síða 85
EKKI ERU ALLIR KARLMENN HETJUR
83
held henni í faðmi mínum, hugsaði
ég.
María hafði ekkert á móti þessu.
Hún var miklu kjarkmeiri en
kjarnakarlar þeir er hún hafði séð
til hér á „Andreu Doriu“ í nótt. Eg
hallaði mér út yfir borðstokkinn og
fylgdi henni með augunum. Lítill
bátur virtist vera á leiðinni til okk-
ar, frá vöruflutningaskipinu „Cape
Ann“, en hann var enn í hundrað
metra fjarlægð.
María starði upp með skipshlið-
inni til mín, alla leiðina, en þegar
hún átti eftir svo sem þriðjung veg-
ar, varð hún allt í einu hrædd. Ef
til vill hefur taugin hert of mikið
að henni. Að minnsta kosti fórnaði
hún upp höndum og kallaði: —
Mamma, mamma! En við þetta tók
hún þegar að renna úr lykkjunni.
Ég stirðnaði upp af skelfingu. Svo
fleygði ég af mér jakkanum, reif
mig úr buxunum og fór að klifra
upp á borðstokkinn. Gamall maður
greip í handlegg minn og reyndi
að stöðva mig: — Gerðu ekki þetta!
hrópaði hann. — Gerið það ekki!
Þér bara steinrotið yður! Barninu
yðar bjargar einhver, verið þér
vissar!....
Barninu yðar bjargar einhver. .. .
Mér lá við að hlæja. Fæstir þeirra
manna sem ég hafði fyrirhitt á
skipinu, björguðu ekki sínum eig-
in börnum, hvað þá annarra.
Ég sleit mig lausa af gamla mann-
inum og stökk útbyrðis.
Það var tólf metra hæð niður að
sjávarmáli. Ég vissi að mér var
óhætt þótt þungur væri sjór, en
hvernig skyldi mér ganga í myrkri?
Myndi ég finna Maríu, þegar ég
kæmi upp á yfirborðið aftur? Ótal
hugsanir fóru um heila minn með-
an ég barðist við að þoka mér upp
á við.
Hönd Guðs hlýtur að hafa leitt
mig þessa nótt, því þegar mér skaut
upp á ný, rakst ég í fótinn á Maríu.
Einu andartaki síðar hefði það orð-
ið um seinan. Mér tókst að koma
Maríu upp á herðarnar og bað hana
að halda sér fast í hár mitt. Svo
synti ég með hægri handleggnum
og fótunum á móti bátnum frá
„Cape Ann“.
HEIL Á HÚFI
Nú voru öldurnar orðnar krapp-
ari og brutu harkalega á „Andreu
Doriu“. Það var því hættulegt fyrir
lítinn bát að koma nærri skipinu.
Ég þurfti að synda nærri hundrað
metra og varð að lyfta mér upp
eins og ég gat, alla leiðina, til þess
að halda höfðinu á Maríu upp úr
vatninu,
í bátnum frá „Cape Anní' voru
fimm menn. Þeir lyftu Maríu inn í
bátinn og þar næst mér sjálfri. Þeg-
ar þeir náðu mér inn yfir borð-
stokkinn og sáu að ég var alstrípuð,
vöfðu þeir um mig treyju. Hún var
svo stór að María komst líka fyrir
í henni. Nú var okkur borgið.
É'g reyndi að segja sjómönnun-
um frá því á svo góðri ensku sem
ég gat, hvílíkur fjöldi kvenna og
barna væri enn úti á- „Andrea
Doriu“ og biði hjálpar. Ekki veit
ég hvort þeir hafa skilið mig, en
ég sá að þeir reyndu að ná enn nær
skipinu, þótt bátur þeirra væri
smár.
É'g benti þeim líka á aðra telpu