Úrval - 01.09.1970, Qupperneq 33

Úrval - 01.09.1970, Qupperneq 33
HIN NÝJA MYND ALHEIMSINS 31 hvor í annan. En samt er hún grundvöllur alls. Vatnsefnisfrum- eindirnar mynda þunna hjúpa, sem svífa í gegnum sólkerfaþyrpingarn- ar. Öðru hverju þjappast þessar frumeindir meira saman og mynda „loftský“. Séu nægilega margar frumeindir í því, eru þau þyngdar- aflsáhrif, sem hver frumeind hef- ur á nágranna sinn, nægileg til þess að halda skýinu saman, þ.e. hindra, að það leysist upp. Þannig byrjar þetta allt saman. Og nú byrjar fastastjarna að mynd- ast. Þyngdaraflið kann að vera veik- asta aflið í geimnum, en það „gefst aldrei upp“, og því stærra sem ský vatnsefnisfrumeindanna er þeim mun sterkara verður hið sameigin- lega þyngdarafl þeirra. Þetta loftský verður að vera stórt til þess að það geti þétzt svo mjög, að það verði að fastastjörnu. Og þegar stjörnufræðingur segir, að það verði að vera „stórt“, þá á hann ekki við „frekar stórt“, heldur 10 trilljón mílur í þvermál í þessu til- felli eða næstum 3000 sinnum stærra en allt sólkerfið okkar. Þegar slíkri stærð er náð, fer skýið að dragast saman, þar sem þyngdaraflið verður svo sterkt, að vatnsefnisfrumeind- irnar þjappast alltaf þéttar og þétt- ar saman. Nú hefst nýr kafli sköpunarinnar. Þegar skýið hefur þétzt, byrjar það að hitna mjög. Þegar myndazt hef- ur 100.000 stiga hiti á Fahrenheit í kjarna skýsins, má segja, að há- marki viss þróunarstigs sé náð. Við þennan hita rekast vatnsefnisfrum- eindirnar svo harkalega hver á aðra, að þær aðskiljast í jákvæðar og nei- kvæðar kjarnaagnir að nýju. Skýið sem er nú „aðeins“ orðið 100 milljón mílur í þvermál, hefur nú breytzt í það, sem kallað er „plasma". Þar er um að ræða blöndu tveggja loftteg- unda. Önnur samanstendur af nei- kvæðum „elektrónupn", sem hrinda hver annarri frá sér, en hin af já- kvæðum „prótónum“, sem hrinda einnig hver annarri frá sér. Þessar „hrindingar“ halda áfram í um 10 milljón ár, en á meðan vex hitastig „skýjaboltans“ stöðugt vegna stöð- ugs þrýstings þyngdaraflsins. Loks hefur „skýjaboltinn“ þjapp- azt svo mjög saman, að hann er orðinn aðeins milljón mílur í þver- mál og hitastigið í kjarna hans er komið upp í 20 milljón stig á Fah- renheit. Þegar þessu stigi er náð, hefst „kjarnorkustríð“. „Prótónurn- ar“ eru nú farnar að skellast saman af svo ofsalegum krafti, að þær renna saman í eitt. Þessu heldur áfram, þar til fjórar „prótónur“ hafa runnið saman og myndað þannig kjarna nýs frumefnis, sem kallast helium. Samruni þessi er svipaður því, sem gerist í vatnsefnissprengju. En sprengjurnar framleiða aðeins heliumgas í pundatali. Framleiðslan í sólinni í sólkerfi okkar er t.d. 564 milljón tonn á sekúndu. Þannig fæðist stjarna, þ.e. þegar eldur kjarnorkusamrunans kviknar. Kraftur sprenginganna út á við frá „kjarnorkuofninum í miðkjarna „skýjaboltans“ er nákvæmlega jafn krafti þyngdaraflsins, sem beinist inn á við í átt til miðkjarnans. Og þannig verður stærð „boltans" stöð- ug. Þannig er einmitt ástand sólar- innar okkar núna, en hún er fasta-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.