Úrval - 01.09.1970, Side 106
104
TJRVAL
Á gönguferð um landareign Shel-
burne lávarðar lýsti Franklin yfir
því, leyndardómsfullur á svip, að
vísindarannsóknir hans hefðu gætt
hann kröftum, sem hann flíkaði yf-
irleitt ekki. Svo benti hann á læk
einn. Vatnsyfirborð hans var nokk-
uð úfið vegna allsterks vinds. Hann
sagðist hafa komizt að því, hvernig
stilla mætti úfið vatnsyfirborð, svo
að það yrði lygnt.
Göngufélagarnir voru mjög tor-
tryggnir gagnvart þessari lýsingu.
Hann sagði þeim þá að bíða í um
200 skrefa fjarlægð frá lækjarbakk-
anum, gekk sjálfur fram á bakkann
og sveiflaði göngustaf sínum nokkr-
um sinnum á dularfullan hátt yfir
vatnsborðinu. Skyndilega kyrrðist
það og varð alveg lygnt. Morellet,
Shelburne og aðrir, sem viðstaddir
voru, hlupu fram á bakkann, en
þeir gátu ekki greint neitt, er gæti
útskýrt þetta kraftaverk. Verka-
maður einn, sem stóð þarna nálægt,
fylltist slíkri lotningu, að hann var
sannfærður um, að Franklin byggi
yfir yfirnáttúrlegum krafti.
Síðar opinberaði Fraklin leyndar-
dóminn fyrir þeim. í holrúmi neðst
í stafnum hafði hann falið litla
flösku, sem var full af tærri olíu.
Hann sagðist árum saman hafa gert
tilraunir til að stiila vatnsyfirborð
með hjálp olíu. Hann hafði uppgötv-
að, að slíkt heppnaðist vel, þegar um
lítinn vatnsflöt var að ræða. En
hann bætti því við, að tilraunir, sem
hann hefði gert til að stilla yfirborð
hafsins,- hefðu ekki reynzt vel og
áliti hann því, að þetta ráð nægði
ekki til hjálpar skipum í stormi á
hafi úti.
AMERÍSKT „GRÍN“
Á þessum árum gafst Franklin
tækifæri til þess að vinna að því,
að gamall draumur hans fengi að
rætast, þ.e. stofnun nýrrar nýlendu
í hinum ónumdu héruðum Ohio-
dalsins. Þetta var eitt helzta áhuga-
mál lífs hans og nátengt ást hans á
William, syni sínum. Þeir höfðu ráð-
gert það í sameiningu að biðja kon-
ung um opinbert leyfi til stofnunar
slíkrar nýlendu. Og Franklin von-
aði, að stofnun stórrar nýlendu
þarna á vesturlandamærunum gæti
reynzt eitt helzta afrek, er honum
auðnaðist að vinna á sínum efri ár-
um.
William útvegaði fjármagn í ný-
lendunum í þessu augnamiði ásamt
hóp fjármálamanna, sem vildu taka
þátt í þessari framkvæmd. Þeir áttu
fundi við Indíánahöfðingja og
ákváðu bráðabirgðalandamæri þess-
arar nýju nýlendu. Benjamín vann
svo að máli þessu að tjaldabaki í
Lundúnum.
Það má telja það gott dæmi um
samningalipurð og stjórnkænsku
Franklins, að þessi hugmynd skyldi
lífi halda. Franklin jók áróður sinn
í brezkum dagblöðum, eftir því sem
sambúð Englands og amerísku ný-
lendnanna varð erfiðari. Þegar
brezka þingið afnám Townshend-
lögin og innflutningstollana sam-
kvæmt þeim en hélt þó fast við inn-
flutningstoll á tei, skrifaði Franklin
nístandi háðgrein, er bar heitið
„Reglur, sem fara skal eftir til þess
að gera stórt heimsveldi að litlu
heimsveldi“. Þar taldi hann upp 20
atriði, og var þar í rauninni um að
ræða lýsingu á ýmsum verstu atrið-