Úrval - 01.09.1970, Blaðsíða 22

Úrval - 01.09.1970, Blaðsíða 22
20 ÚRVAL er dulur um eigin hagi. Einkalíf hans er í rauninni eins dularfullt og sum af hinum óskipulegú og rugl- ingslegu ljóðum hans, sem eru troð- full af málfræðivillum og skipa má einhversstaðar mitt á milli ljóða dulúðarskáldsins Williams Blakes og Casey Stengels. En hið furðulega er, að þessi blæja dulúðarinnar, sem hvílir bæði yfir lífi hans og söngv- um, hefur magnað forvitni og áhuga aðdáenda hans fremur en að vekja gremju þeirra. Hann fæddist árið 1941 í Duluth í Minnesotafylki, og var honum gef- ið nafnið Robert Zimmerman. Hann ólst upp í járnnámubænum Hibbing, um 60 mílum frá kanadisku landa- mærunum .Faðir hans rak þar járn- vöruverzlun. Hann keypti píanó handa sonum sínum, Bob, sem var feiminn og feitlaginn, og yngri syn- inum, Davíð. Og Bob lærði að leika á píanó, gítar og harmóniku án nokkurrar tilsagnar. „Það eina, sem ég gerði, var að skrifa og syngja, mála litlar myndir og draga mig í hlé, þannig að ég varð ósýnilegur,‘‘ sagði hann síðar um þessi bernskuár sín. í gagnfræðaskóla stofnaði hann eigin hljómsveit og lék rock-’n-roll- tónlist, sem var þá 'að ná vinsæld- um. Eina útvarpsstöðin með slíkri tónlist, sem hann gat náð í útvarps- tækinu sínu, var svertingjaútvarps- stöð í Little Rock í Arkansasfylki. Hann hlustaði oft langt fram á nótt á tónlist þeirrar útvarpsstöðvar. Hann hlustaði á svarta hljóðfæra- leikara og söngvara eins og t.d. þá Chuck Berry, Fats Domino og Little Richard. Hann var svo hrifinn af tónlist þeirra og söng, að í hvert skipti sem einhver negri kom í bæ- inn, leitaði hann hann uppi og ræddi um tónlist við hann. Að gagnfræða og menntaskóla- námi loknu breytti hann eftirnafni sínu í Dylan og tók að flækjast fram og aftur um landið. Síðar innritað- ist hann við Minnesotaháskóla. En hann hafði minni áhuga á námi sínu en söng og gítarleik í kaffihúsum í háskólahverfinu. Hann hætti námi eftir nokkra mánuði og fór aftur á flakk. Hann spilaði og söng hvenær sem honum gafst tækifæri til slíks. Hann hafði lengi vel verið stórhrif- inn af söng og tónlist Woody Guthr- ie, hins goðsagnakennda þjóðlaga- og alþýðulagasöngvara kreppuár- anna. Árið 1960 lagði hann af stað til Austurstrandarinnar til þess að heimsækja Guthrie, sem lá þá fyrir dauðanum í sjúkrahúsi einu í New Jerseyfylki. Hinn deyjandi maður og grannvaxni unglingurinn urðu nánir vinir. Dylan virðist hafa tamið sér bluessöngstíl Guthries, sem ein- kennist af sundurlausum setningum, sem mæltar eru af munni fram fremur en sungnar. Hann virðist jafnvel hafa tileinkað sér Suðvest- urríkjaseim hans og slanguryrtan talsmáta. BYRON NÚTÍMANS Þegar Dylan kom til New York árið 1961, líktist hann helzt fugla- hræðu af einhverjum kornakri úti á sléttunum. Hann var grindhoraður og hafði sterkan ákefðarsvip á and- litinu. Hárið var sítt og stóð út í allar áttir. Hann byrjaði að leika í kaffihúsum í listamannahverfinu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.