Úrval - 01.09.1975, Blaðsíða 36
ar eru þrekvaxnir og ekki sérstak-
lega liðugir. Þegar þeir ná mestum
hraða, geta þeir skriðið um 3 míl-
ur á klukkustund, en þeir geta ekki
haldið slíkum hraða nema stutta
stund. Þeir hafa fremur góða sjón,
en eru nærsýnir. Þeir geta ekki
greint hreyfingar í yfir 15 feta
fjarlægð frá sér. Það er almennt
álitið, að skröltormar, sem hafa
engin ytri eyru, heyri ekki í hinum
venjulega skilningi þess orðs. En
þeir eru mjög næmir fyrir titr-
ingi yfirborðs þess, sem þeir liggja
á. Þeir eru vel syndir og eru ekki
hræddir við að skella sér í vatn.
Margs konar spendýr lifa á skrölt-
ormum, og sama máli gegnir um
ránfugla, einkum rauðstélshauk-
inn. Villikalkúnar, tamdir kalkún-
ar og hænsni drepa oft skrölt-
orma líkt og aðrar slöngur.
Hvað framþróunina snertir, eru
skröltormar tiltölulega ungir og
hafa ýmislegt til að bera, sem slöng
ur af öðrum flokkum hafa ekki.
Holurnar, sem eru beggja megin
höfuðsins milli augna og nasa, hafa
til dæmis að geyma hitaskynfæri,
sem gerir skröltorminum fært að
greina í allt að 1 fets fjarlægð hita-
breytingu, enda þótt hún sé ekki
nema 1 Celciusstigi hærri eða lægri
en hitinn umhverfis. Þessi skynfæri
eru skröltorminum sérstaklega
gagnleg, þegar hann veiðir að næt-
urlagi eða í dimmum jarðgöngum.
Kannski er eitt snilldarlegasta
líffæri skröltormsins eiturkirtillinn
og bittönnin tengd honum, enda er
það þetta líffæri, sem hefur skap-
að honum frægðarorð ófreskju
þeirrar, sem hann er álitinn vera.
Eiturtennurnar vinna líkt og sprautu
nál á hjörum. Þegar þær eru ekki
í notkun, leggjast þær upp að gómn-
um. Þær eru holar, og inni í þeim
eru eiturgöngin. Þær geta orðið
hálfur þumlungur á lengd og eru
mjög beittar, en einnig mjög stökk-
ar og er auðvelt að brjóta þær.
Nýjar tennur vaxa stöðugt og ýta
þeim gömlu burt. Sumar tegundir
skipta þannig um tennur á t.veggja
til þriggja vikna fresti. Þetta ger-
ist á eftirfarandi hátt: Beggja meg-
in á höfði skröltormsins eru tvær
samliggjandi eiturtannholur, og er
alltaf virk tönn í annarri holunni.
Með vissu millibili vex ný tönn út
í auðu holuna, sem er við hliðina
á virku tönninni. Svo kemur stutt
tímabil, um 4—5 dagar, þar sem
um getur verið að ræða virkar eit-
urtennur í báðum holunum. Síð-
an losnar eldri tönnin, en hin held-
ur áfram að vera virk (og samtím-
is tekur ný tönn að vaxa út í auðu
holuna, sem gamla tönnin var að
losna úr).
Þegar kemur að hinum banvænu
eiginleikum, stendur raunveru-
legur skröltormur næstum jafnfæt-
is skröltormum goðsagnanna. Eitr-
ið er framleitt og geymt í kirtlum
sitt hvorum megin í höfði hans.
Það spýtist út úr kirtlunum, þegar
vöðvar þrýsta að þeim og þannig
ýtist eitrið niður eftir eiturgöngun-
um og inn í þá lífveru, sem skrölt-
ormurinn hefur bitið. Eitrið er ekki
aðeins sterkt, heldur hefur það að
geyma nokkra efnahvata, sem flýta
fyrir áhrifum þess og margfalda
þau vandamál, sem skapast af
skröltormsbiti.
Eitur skröltormsins er svo flók-
ið að efnasamsetningu, að enn hef-