Úrval - 01.09.1975, Blaðsíða 81

Úrval - 01.09.1975, Blaðsíða 81
BÓBÓ: ÚLFUR í HÚSINU 79 hundar yrðu ákaílega erfiðir í með- höndlun og líklegir til að enda sem fangar í dýragarði, verða skotnir eða villtir, ákváðum við Valerie að binda enda á þessa rómantík. Ég hafði keðjuna enn á Bóbó á þessum tíma, ennþá hræddur um að hann kynni að sleppa, og dag nokkurn, þegar hann sýndi Cleo óvenjumikinn áhuga, kippti ég snöggt í keðjuna og skipaði honum að haga sér skikkanlega. Áhrifin voru nákvæmlega eins og ég hefði skotið á hann. Hann lét fallast til jarðar og byrjaði að skríða í átt- ina til mín. Hann lagði eyrun aft- ur með hausnum, dró skottið á eftir sér og feldurinn var ýfður alveg aftur á rófuenda. Ég hef al- drei séð jafn átakanlega fyrirgefn- ingarbeiðni. Hann skreið upp að fótum mér, vældi aumkunarlega, velti sér hægt yfir á bakið, lyfti framfótunum, beygðum og biðjandi og bauð mér hálsinn. Ég fann hvað var á seyði, beygði mig niður, greip um háls hans og hristi hann harka- lega. Aldrei síðan hefur Bóbó nálgast Cleo með ástleitni. Ég áleit, að Bó- bó hefði komist að þeirri niður- stöðu að ég væri foringinn og hon- um væri bannað að gamna sér með Cleo meðan ég væri á lífi. Ég var svo viss um þetta, að síðan hef ég aldrei þurft að skipta mér af hon- um og Cleo, þótt hún væri á lóð- aríi, og Bóbó hefur aldrei síðan sýnt henni hinr, minnsta áhuga. Það, sem meira var: Nú vissi ég hvaða stöðu ég skipaði. Eg fann með fögnuði, að ef ég hagaði mér rétt samkvæmt úlfalögunum, væri ég öruggur gegn árás frá Bóbó. Það var aðeins eitt, sem skyggði á: Þetta þrefalda samband, sem nú hafði komist á í huga Bóbós, varð- andi hann sjálfan, Cleo og mig, skildi Valerie og telpurnar litlu, allar kvenkyns eftir utan við úlfa- hópinn, og þar með voru þær enn- þá háðar vilja og duttlungum Bó- bós, sem ósjálfrátt myndi álíta sig næstráðanda, þar sem hann var eina karlkynsveran fyrir utan mig. ÁHRIF FJÖLKVÆNISINS. Ég tók að gera mér grein fyrir grund- vallarmismuninum milli hunda og úlfa. í félagsskap fólks er hægt að segja, að flestir hundar álíti sjálfa sig mannlega, eftir því sem gáfna- far þeirra leyfir, og sýni þar með undirgefni og löngun til að vera til geðs. Úlfar á binn bóginn sýna sjaldan nokkra löngun til að vera til geðs eða hlýðnir, þótt þeir séu í félagsskap manna. Þeir sýna enga undirgefni á sama hátt og hundar gera, aðeins á sama hátt og úlfar sýna sínum yfirboðurum í úlfa- hópnum, en hlýðni við yfirboð- arana er nauðsynleg samkvæmt úlfalögunum. Þegar Bóbó hafði viðurkennt mig sem flokksleiðtoga og Cleo maka minn, gat hann ekki fremur hugs- að sér að eðla sig með henni en flugu. En gat ég kennt honum að sitia eins og hundi, að koma, þeg- ar kallað var í hann, eða kennt honum nokkrar þær kúnstir, sem mönnum þykir svo gaman að kenna hundum? Örugglega ekki. í auðnum Mið-Yukon er lífið fyrir hina villtu bræður Bóbós svo
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.