Úrval - 01.09.1975, Blaðsíða 63
JÖRÐIN UPPTEKIN
61
punkti þróunarinnar. En nú, sem
ætíð, erum við óaðskiljanleg frá
móður jörð, og frá öðrum lífverum,
sem hafa fylgt okkur á ferðinni
um tímann og hafa breyst ásamt
okkur. Við erum bundin hvert öðru
og háð hvert öðru og þessari jörð,
sem er sameign okkar, og við skul-
um einnig gera framtíðina að sam-
eign okkar.
Stærsta vandamálið í dag, það
sem er efst á blaði og undirrót
flestra annarra vandamála, er hin
óhugnanlega aukning farþega um
borð í geimfarinu litla, sem er heim-
ili okkar í veröldinni.
Það er álitið að íbúar jarðar hafi
árið 8000 fyrir Krist verið sam-
tals fimm milljónir. Um 1650, eða
9650 árum síðar, var fjöldinn um
það bil 500 milljónir. En aðeins
tvö hundi'uð árum síðar, árið 1850,
var fólksfjöldinn orðinn einn millj-
arður, og á næstu 80 árum þar á
eftir, til ársins 1930, tvöfaldaðist
hann og var orðinn tveir milljarð-
ar.
í dag eru milli þrír og fjórir
milljarðar manna á jörðinni, og sá
fjöldi mun tvöfaldast á aðeins 35
árum. Með öðrum orðum: 4% af
því fólki, sem lifað hefur á jörð-
inni síðan mannkynið varð fyrst til
lifir í dag og krefst fæðu, klæða
og húsaskjóls. Við nálgumst óðfluga
þann dag, sem tilkynna verður að
.jörðin sé fullsetin.
Þurrkarnir, sem um þessar mund-
ir herja á Afríku, hafa þegar leitt
til umfangsmeiri hungursneyðar en
áður hefur þekkst. Og í fyrsta sinn
í hálfa öld er ekkert land í heim-
inum aflögufært með matvæli fyrir
hungrandi mannfjölda. Hvergi eru
þær birgðir, sem gætu svo mikið
sem dregið úr hörmungunum, sem
ganga yfir Afríku. Ef svipaðir
þurrkar myndu verða í Suður-
Ameríku, Sovétríkjunum eða Kína,
myndi mannkyn allt á skömmum
tíma standa á barmi hungursneyð-
ar.
Ekkert hinna auðugu iðnaðar-
landa getur staðið aðgerðarlaust
gegn þessu kreppuástandi, ekki
heldur Bandaríkin. í Bandaríkjun-
um var íbúafjöldinn aldamótaárið
76 milljónir, en árið 1950 orðinn
152 milljónir og árið 1970 var hann
205 milljónir. Sumir álíta að aukn-
ingin sé nú í hámarki því íbúum
hefur aðeins fjölgað um 1,1% á
ári, en það er ekki rétt. Að vísu
eru barnsfæðingar 1,6% færri en
dauðsföll sem eru aðeins 0,9%. Þýð-
ingarmikið atriði í sambandi við
fólksfjölgunarsprenginguna er fjöldi
barna, og um það bil einn þriðji
hluti íbúa Bandaríkjanna er nú
yngri en 15 ára. Það þýðir að á
næstu áratugum mun fæðingum að
öllum líkindum fjölga mjög mikið.
Þessi hömlulausa fjölgun getur
ekki haldið áfram. Hvað sem
við gerum, eða látum ógert, verð-
ur hún stöðvuð fyrr eða síðar.
Spurningin er aðeins hvort við sjálf
eigum að stöðva þessa þróun á yf-
irvegaðan og skipulegan hátt, eða
hvort við eigum að láta skeika að
sköpuðu uns ógæfan skellur yfir
okkur og leysir málið á sinn hátt.
Hvers er krafist af okkur? Ég
held að við verðum að láta af þeirri