Úrval - 01.09.1975, Blaðsíða 102
100
ÚRVAL
Roland beinir bílljósunum að
hurðum og gluggum, en hvergi sést
brotin rúða. í sama bili og hann
kemur aftur út á þjóðveginn, tek-
ur hann eftir gulum bíl, sem er að
aka frá krá handan við veginn.
Enginn nema þjálfaður lögreglu-
maður hefði séð neitt athugavert
við þennan bíl, en þegar hann beyg-
ir inn á akbrautina, tekur hann á
sig grunsamlega mikinn hnykk.
Lögreglumaðurinn á að fara af
vaktinni eftir tíu mínútur, en samt
fer hann ósjálfrátt að veita gula
bílnum eftirför, þó að akstur hans
virðist eðlilegur og hraðinn hóf-
legur. Allt í einu kemur annar bíll
á móti — og guli bíllinn beygir til
vinstri, beint í veg fyrir hann. Ro-
land kveikir á rauða blikkljósinu
til þess að reyna að koma í veg
fyrir það sem er í þann veginn að
gerast. Hann stirðnar upp þegar
bíllinn,, sem kemur á móti beygir
skyndilega yfir á hægri vegarbrún
og kemst rétt hjá árekstri þótt mjóu
muni. Roland tekur eftir því að það
eru börn í aftursæti þessa bíls.
Guli bíllinn heldur áfram eins og
ekkert hafi í skorist og er aftur
kominn inn á rétta akbraut. Það
líður enn góð stund þar til öku-
maðurinn hægir ferðina og hlýðir
stöðvunarmerkinu. Þegar Roland
opnar bílinn leggur á móti honum
megnan áfengisþef. Lögreglumaður-
inn er kurteis en þó ákveðinn, þeg-
ar hann biður bílstjórann að sýna
sér ökuskírteinið.
Tnnan fárra mínútna hefur Ro-
Jand handtekið ökumanninn fyrir
ölvun við akstur. Hann læsir gula
bílnum, færir sökudólginn yfir í
lögreglubílinn og heldur aftur af
stað. Það verður bið á því að hann
komist heim. því að hann þarf að
fylgja þessu máli eftir, taka skýrslu
og rannsaka allar aðstæður.
Þegar komið er á lögreglustöð-
ina, er ökumanninum skýrt frá því,
að hann hafi tveggja stunda frest
til að ákveða hvort hann vilji gang-
ast undir blásturspróf. Ef hann
neitar missir hann ökuréttindin í
sex mánuði, en ef hann samþykkir
getur niðurstaðan ýmist orðið til
að sakfella hann eða sýkna. Maður-
inn er loðmæltur, en getur þó gert
sig skiljanlegan. Hann segist ekk-
ert vilja aðhafast, fyrr en hann hafi
náð fundi lögfræðings.
Roland kinkar kolli og biður ann-
an lögreglumann að gæta fangans.
Síðan gengur hann að vél, sem er
tengd tölvu í aðalstöðvunum. Hann
sendir nafn og fæðingardag ölvaða
bílstjórans og svarið lætur ekki á
sér standa: Maðurinn hefur marg-
sinnis gerst brotlegur við umferðar-
lög, síðasta brotið er ekki ársgam-
alt, en þá var hann kærður fyrir
að aka drukkinn. Lögreglumaður-
inn er ánægður — hann hefur los-
að umferðina við hættulegan
drykkjumann.
Það er komið fram yfir miðnætti,
þegar lögfræðingur ökumannsins til
kynnir, að skjólstæðingur hans muni
gangast undir blástursprófið. Próf-
ið leiðir í ljós, að maðurinn er mik-
ið drukkinn, annað ölvunarbrot
hans á tíu árum, en við slíku eru
þung viðurlög samkvæmt lögum
New York ríkis. Þegar honum verð-
ur lióst, að hann er kominn í al-
varlega klípu, gerist hann viðskota-