Úrval - 01.09.1975, Blaðsíða 129
ERU FRÁSAGNIR BIBLÍUNNAR SANNAR?
127
ekki viðtöku kenningunni um guð-
dóm hans. Hann sagðist vera Guð.
Annaðhvort sagði hann þá sannleik-
ann eða gerði það ekki. Þar er eng-
inn millivegur. Það er furðulegt að
taka þá afstöðu, að hann hafi verið
góður maður, en neita að trúa því.
sem hann sagði.
Jesús sagði ennfremur að hann
og Guð væru eitt. Hann sagðist
vera Messías og sendiboði Guðs og
tala Guðs orð. Hann ræddi um for-
tilveru sína og sköpunarmátt, að
hann hefði allt vald á himni og
jörðu, vald til að fyrirgefa syndir,
reisa hina dauðu og dæma heim-
inn.
Hann gerði mikil tákn og krafta-
verk og renndi þannig stoðum und-
ir orð sín. Vatn og vindar urðu að
hlýða honum, hann læknaði sjúka,
varpað út óhreinum öndum. Hann
sagði að Guð gæfi sér að mæla
orðin sem hann talaði og þau mundu
vara við meðan heimurinn stæði.
Og orð Krists hafa reynst sönn
vera. Þau hafa staðist tímans tönn.
Þau eru meðal okkar í dag. Ekki
veit ég til þess að eitt þeirra hafi
brugðist.
Svipaða sögu segja postular
Krists. Páll sagði: „í honum býr
öll fylling guðdómsins, líkamlega
og að Guð ætlaði að safna öllu því,
sem er í himnunum og því sem er
á jörðu undir eitt höfuð í Kristi."
Pétur segir að Kristur „uppstiginn
til himna sitji Guði á hægri hönd,
en englar, völd og kraftar undir
hann lagðir.“ Jóhannes kallar hann
drottin drottna og konung konunga.
Þegar við athugum þessar frá-
sagnir vekja þær hjá okkur traust.
Þessir ólærðu Galíleumenn setja
fram samfellda, trúverðuga mynd.
Því fleiri dæmi sem við tækjum til
íhugunar þeim mun betur sann-
færðumst við um að orð Heilagrar
ritningar eru sönn. Ef það er rétt
sem höfundar bóka Biblíunnar halda
fram, að hún hafi að geyma boð-
skap til mannanna, er sannarlega
ástæða til að athuga hana gaum-
gæfilega.
☆
Það er ekkert orð í heiminum notalegra en ónotalegt orð sem
látið er ósagt.
Official Crossword Puzzles.
Þegar ég segi að ég skilji konur, á ég við að ég viti, að ég skil
þær ekki.
William Makerpeace.
Það ómögulega er oft það, sem ekki hefur verið reynt.
Jim Goodwin.