Úrval - 01.09.1975, Blaðsíða 131
HRÆÐSTU EKKI DAGDRAUMANA
129
Ieggina, hermir eftir flugvélar-
hreyfli og tekur sífelldar beygjur
iirá limgirðingunni öðrum megin
götunnai' yfir til limgirðingarinnar
hinum megin og hrópar: „Farðu til
fjandans, Rauði barón!“
Frú Johnson er að taka af morg-
unverðarborðinu. Skyndilega stend-
ur hún á stétt undir háum kókos-
hnetutrjám, böðuð tunglskini, og
sveigir líkamanr. eftir hljóðfalli
merenguetónlistar frá Haiti. Há-
vaxinn, grannur, ókunnugur mað-
ur hallar sér þétt að henni og hvísl-
ar: „Mademoiselle vill dansa, nei?“
Þá hringir síminn, og í honum er
pípulagningarmaðurinn, sem segir,
að hann geti ekki komið til þess
að gera við bilaða kranann í dag.
Áður hafa margir hegðunarsér-
fræðingar álitið, að slíkir dagdraum
ar væru þýðingarlitlir fyrir mann-
inn, þeir væru bara tímasóun og
jafnvel merki um tilfinningaleg
vandamál. Sigmund Freud skrifaði
þessi orð: „Hamingjusamt fólk
dreymir aldrei dagdrauma. Það er
aðeins óánægða fólkið, sem gerir
slíkt."
Nú hafa sálfræðingar komist að
þeirri niðurstöðu á grundvelli rann-
sókna og tilrauna, að dagdraumar
séu eðlilegir sérhverjum virkum
huga. í dagdramum okkar veitir
heilinn okkur andlega æfingu og
minnir okkur á allt það, sem við
eigum ólokið að gera. Þeir eru raun
verulegur þáttur vaxtar okkar og
þroska sjálfs okkar, þýðingarmikið
tæki, sem við getum notað til þess
að hjálpa okkur til þess að afbera
betur ýmsar leiðinlegar aðstæður,
gera framtíðaráætlanir eða reyna
nýjar aðferðir íengsla og tjáskipta
við fólkið, sem við umgöngumst.
Sjálfboðaliðar við tilraunir, sem
gerðar voru á rannsóknarstofu,
hlustuðu til dæmis á heila runu af
hljóðmerkjum, sem voru oft svo
tíð, að eitt hljóðmerki barst til
þeirra á hverri sekúndu. en jafn-
framt var þeim sagt að þrýsta á
hnappa til þess að gefa til kynna,
hvort hvert hljóð væri hærra eða
lægra en hljóðið á undan. Á 15
sekúndna fresti var tilraunin stöðv-
uð og sjálfboðaliðarnir spurðir,
hvort komið hefðu fram í huga
þeirra nokkrar hugsanir eða dag-
draumar, sem stæðu ekki í neinum
tengslum við það viðfangsefni þeirra
að greina styrkleika hljóðmerkj-
anna. Enda þótt hinir fullorðnu
meðal sjálfboðaliðanna næðu að
meðaltali 90% nákvæmni við starf
þetta, sem krafðist geysilegrar ein-
beitingar, reyndust flestir þeirra oft
haí’a gefið sig á vald dagdrauma,
jafnframt því.
I annarri tilraun rannsökuðu vís-
indamenn „þykjustu-leiki“ barna
Þeir drógu þá ályktun af tilraun
þessari, að öll börn noti ímyndun-
araflið í leikjum sínum til þess að
fá þannig tækifæri til þess að rann-
saka umhverfi sitt og skilja þá
margvíslegu reynslu, sem þau verða
stöðugt fvrir. Einn fimm ára snáði
heimsótti til dæmis afa sinn og
ömmu og sá þá hafið í fyrsta skipti.
í sunnudagaskólanum nokkrum dög-
um síðar heyrði hann söguna um
Jónas og hvalinn. Næstu vikurnar
fiölluðu „þykjustu-leikir" hans um
ævintýralegar viðureignir við sæ-
skrímsli. Hann reyndi þannig að