Úrval - 01.09.1975, Blaðsíða 52
50
ÚRVAL
vetrarbithaga fyrir 200 Roosevelt-
elgsdýr.
Þrátt fyrir afrek þau, sem þegar
hafa verið unnin á þessu sviði í
Oregonfylki, eru sum erfiðustu
vandamál á sviði umhverfisvernd-
ar enn óleyst þar, og taka verður
bráðlega mjög afdrifaríkar ákvarð-
anir á því sviði. Oregonfyiki er
hið ellefta í röðinni, hvað fólks-
fjölgun snertir. Það búa fleiri á
hverri fermílu á láglendinu við
Willametteána en í Californíu,
Ohio eða Pennsylvaniu. Og þús-
undum ólöglegra lóða hefur þegar
verið úthlutað, þar sem lóðaeig-
endur mega búast við að komast að
því, að ekki er unnt að starfrækja
rotþrær í landi þeirra og að flytja
verður til þeirra allt drykkjarvatn
í vatnsflutningsbílum. Hinn atorku-
sami og ákveðni bardagamaður,
L.B. Day, er nú orðinn formaður
nefndar, sem vinnur að því að
semja og hrinda í framkvæmd
áætlun um landnytjar, en hingað
til hefur löggjafarþing fylkisins
ekki ákveðið, hvers konar lög það
er reiðubúið að samþykkja á því
sviði.
En aðdáendur framtaks Oregon-
búa á sviði umhverfisverndar hafa
ástæðu til þess að búast við því, að
þegar slíkar ákvarðanir verða
teknar, þá verði þar um réttar
ákvarðanir að ræða, því að helsta
náttúruauðlind fylkisins er enn
skilningsríkur og ákveðinn vilji
fólksins til þess að gera fylkið sitt
enn „íbúðarhæfara" en nokkru
sinni áður. Orð þau, sem letruð eru
í hvolfþak fylkisþinghússins í Sal-
em, höfuðborg fylkisins, tjá þenn-
an vilja á áhrifaríkan hátt: „I sál-
um þegna fylkisins er að finna
ímynd þess.“
☆
Öldruð móðir mín afréð fyrir nokkrum árum að koma í heim-
sókn til okkar hjónanna í San Fransiskó og búa hjá okkur dá-
lítinn tíma. Það fyrsta sem hún gerði þegar þangað kom, var að
heimsækja vinkonu sína sem hún hafði ekki séð í 63 ár, en þær
höfðu haldið kunningsskap allan þann tíma. Þegar ég keyrði hana
á umferðarmiðstöðina spurði ég: „Hvað heldurðu að þú verðir
lengi, mamma?“
„Það er ómögulegt að segja,“ svaraði hún, „við höfum um margt
að spjalla."
Skömmu síðar fékk ég póstkort svohljóðandi: „Það er ómögu-
legt að segja hvenær ég kem aftur. Við höfum nú talað í viku og
erum ekki komnar nema aftur að spánsk-ameríska stríðinu."