Úrval - 01.09.1975, Blaðsíða 122
120
ÚRVAL
umönnun og umhyggju, og það er
einmitt það sem hann kemur til með
að fá hjá þessari konu. Þú mátt
taka mín orð fyrir því.“
„Jæja þá,“ sagði Halliday. „Þú
virðist öruggur með þig.“
FRAM AÐ ÞESSU hafði ég al-
drei gert í því að rekast á frú Dono-
van, en nú svipaðist ég daglega um
eftir henni á götum bæjarins, meira
að segja með þó nokkurri ákefð. Mér
leist alls ekki á blikuna, þegar
Gobber Newhouse drakk sig blind-
fullan og hjólaði svo gegnum tré-
girðingu ofan í þriggja metra djúp-
an klóakskurð, og frú Donovan var
ekki meðal áhorfenda, meðan verka
mennirnir og lögreglan veiddu hann
uppúr. Þegar ég kom heldur ekki
auga á hana kvöldið, sem kviknaði
í feitinni í djúpsteikingapottinum á
grillbarnum, varð ég alvarlega
áhyggjufullur.
Ég hefði kannski átt að líta inn
til hennar og gá hvernig henni
gengi með hundinn. ’Ég hafði hreins-
að sár hans og lagt við þau, áður
en hún fór með hann, en kannski
hefði ég átt að gera meira en það.
Og þó hafði ég mikla trú á Dono-
van — miklu meiri en hún hafði
á mér.
Eftir þrjár vikur fékk ég varla
hamið mig frá að heimsækja hana.
Þá kom ég allt í einu auga á hana
hinum megin við torgið, þar sem
hún tölti um og grandskoðaði hvern
búðarglugga af mestu natni, rétt
eins og áður. En nú var hún með
stóran, gulan hund í bandi.
Þegar hún sá mig nema staðar,
brosti hún drýldin. Eg laut yfir
Roy og rannsakaði hann. Hann var
ennþá magur, en glaðlegur og fjör-
legur. Sárin voru á góðum bata-
vegi, og það var ekki rykkorn á
öllum hans mikla feldi. Þegar ég
rétti úr mér greip hún ótrúlega
fast í handlegginn á mér og horfði
fast í augu mér.
„Jæja, Herriot dýralæknir,“ sagði
hún með áherslu á síðasta orðinu.
„Er þetta ekki allt annar hundur?“
„Þú hefur gert kraftaverk, frú
Donovan,“ sagði ég. „Þú hefur ekki
sparað sjampóið þitt góða.“
Hún flissaði og hélt áfram rölti
sínu, og stóri hundurinn hélt þétt
á hæla henni.
NÚ LIÐU TVEIR MÁNUÐIR,
þangað til ég sá hana aftur. Hún
gekk fram hjá skrifstofu minni,
einmitt í því ég var að koma út,
og aftur greip hún um handlegg
mér.
,,Jæja,“ sagði hún rétt eins og
síðast. „Er þetta ekki allt annar
hundur?“
Ég er viss um, að lesa mátti lotn-
ingu úr svip mínum, míeðan ég
starði á Roy. Hann var orðinn
stærri og sterklegri. Feldurinn var
ekki lengur gulur, heldur glitraði
eins og gull og lá í glansandi lokk-
um yfir bakið, niður síðurnar og
niður á vel feitar lappirnar. Hann
dinglaði skottinu vingjarnlega, og
gljáandi lokkarnir dúuðu. Og sem
ég stóð þarna og virti hann fvrir
mér, reis hann upp á afturlappirn-
ar, lagði framfæturna upp á bring-
u.na á mér og leit djúpt í augu mín.
f augnaráðinu mátti lesa æðruleysi,
undirgefni og traust, rétt eins og