Úrval - 01.09.1975, Blaðsíða 16
14
hefur það í för með sér, að flytja
þarf verksmiðjuframleidda hluti
langar vegalengdir, svo að þeir nái
til nægilegra stórra markaða til
þess að gera f jöldaframleiðslu þeirra
hagkvæma. Flutningskostnaður er
svo mikill, að sá vinnusparnaður,
sem fæst, ést oft algerlega upp. Slík
verksmiðjuframleiðsla er þar að
auki ógerleg fyrir markað, þar sem
um er að ræða ólík veðursvæði,
allt frá hálfgerðri heimskautaveðr-
áttu til hálfgerðrar hitabeltisveðr-
áttu, og þar sem í gildi eru and-
stæðar byggingarreglur í hundraða
tali. Slík verksmiðjuframleiðsla
verður þannig ógerleg, vegna þess
að hagkvæmni verksmiðjufram-
leiðslunnar krefst samhæfingar og
stöðlunar.
Og það kemur fleira til. Þegar
talað er um verksmiðjuframleiðslu
húsa og húshluta, er um að ræða
hluti, sem eru kannski alls ekki
þess virði, að þeir séu verksmiðju-
framleiddir. Húsgrindin kostar tæp
20 °/o af heildarkostnaðinum, allt
hitt fer í innréttingar, þjónustu á
byggingarstað, leiðslur og tengsl
við vatn, skolp, rafmagn o. s. frv.,
grunn, lóð og undirbúning lóðar og
kostnað við húsbyggingalán. Og
það er ekki hægt að verksmiðju-
framleiða lóðir, húsgrunna, vegi né
trjágróður.
Verksmiðjuframleiðsla húsgrind-
arinnar, sem senda þarf alllanga
leið frá verksmiðju til húsgrunns,
getur sparað um 10% af kostnað-
inum við húsgrindina eða með öðr-
um orðum 2% af heildarkostnaði
byggingarinnar fullgerðrar. Á hinn
bóginn v|erður kannski ekki um
ÚRVAL
neinn slíkan sparnað að ræða, ef
eitthvað fer úrskeiðis í hinni flóknu
keðju.
Fyrir nokkrum árum var full-
gerð bygging í norðanverðu New
Yorkfylki, en þar eru mjög óhag-
kvæm veðurskilyrði hálft árið og
hræðileg hinn helming ársins. Þetta
var ósköp venjuleg bygging, alger-
lega unnin á byggingarstaðnum.
Húsbyggjendur tóku á leigu upp-
blásanlegan „tjaldhimin", blésu
hann upp, þannig að hann huldi
vel grunninn og næsta nágrenni
hans og byggðu síðan húsið „innan-
húss“ í vissum skilningi. Þar glat-
aðist ekki ein mínúta vegna slæms
veðurs og' engin efnisögn vegna
frosta, snjókomu né rigningar, ekki
heldur minnsti málningardropi
vegna raks yfirborðs. Eftir að bygg-
ingunni hafði verið lokið á met-
tíma, var loftinu bara hleypt úr
„tjaldhimninum" og hann sendur
til eigandans, sem leigði hann síð-
an næsta skynsama viðskiptavini.
Þessi atburður er mjög þýðing-
armikill í augum þeirra, sem nokk-
urn tíma hafa byggt eitt eða ann-
að. í augum þeirra kann sú hug-
mynd, að reisa byggingu inni í
risavaxinni „útungunarvél", að
verða miklu þýðingarmeiri nýjung
í byggingartækni í Bandaríkjunum
en nokkur nýjung á sviði staðlaðrar
verksmiðjuframleiðslu húsa og hús-
hluta.
Borgir eru nauðsynlegar, eigi
siðmenningin að halda velli.
Það er staðreynd, að slík sam-
skipti og tengsl, sem hafa aðeins