Úrval - 01.09.1975, Blaðsíða 68
66
^Viltu aukg orÖaforÖa þímj?
Hér á eftir fara 20 orð og orðasambönd með réttri og rangri merkingu.
Prófaðu kunnáttu þína í íslenskri tungu og auktu við orðaforða þinn
með því að finna rétta merkingu. Gættu þess, að stundum getur verið
um fleiri en eina rétta merkingu að ræða.
1. gjóstur: hroki, höstugleiki, sár reiði, kaldur vindur, eldgos, súgur.
2. hektari: 1/100 af ferkílómetra, 1/10 af ferkílómetra, 1 ferkílómetri,
10 ferkílómetrar, 100 ferkílómetrar, 100 fermetrar, 1000 hm.
3. sörvi: sjór, dvergur, men, hestur, sóði, jarðvöðull, hálsfesti.
4. krakkildi: refsing, stálpað barn, barnaskapur, galsi, galgopaháttur,
sundrung, ungabarn.
5. glopur: kjáni, slúður, það, sem er losaralegt (t. d. prjón), það, sem
er laust þjappað (t. d. hey), kjaftæði, op, útbrunninn gígur.
6. ljóri: gluggi, konungur, galli, reykop, legufæri, stjaki, birta.
7. kramur: lasburða, veikur, mjúkur, meyr, marinn, klesstur, þrýstingur.
8. að gera e-m grélur: að hrósa e-m, að ætla e-m e-ð illt, að gera lítið
úr e-u, að gagnrýna e-n, að hrekkja e-n, að móðga e-n, að leika á e-n.
9. hauður: land, sjór, ríkidæmi, kjarklítill, jörð, öræfi, auðn.
10. að glufrast: að springa, að slæpast, að hangsa, að klifra ógætilega,
að verða óþéttur, að líta lauslega á e-ð, að læðast.
11. bleyðiorð: hrósyrði, blíðmæli, skammir, aðfinnslur, hughreystingar-
orð, orðrómur um hugleysi, heiftarorð.
12. kampalampi: skordýr (meindýr), grútarlampi, rækjutegund, fugl.
13. sviðrandi: maður harðdrægur í viðskiptum, féníðingur, skafrenning-
ur, sársauki, þjáning, nirfill, kaldi.
14. að kokkála: að matreiða, að brasa, að kasta til höndunum við mat-
reiðslu, að barna, að fífla konu e-s, að nauðga, að fara yfir á vaði.
15. að flanna: að gera e-ð stórt og áberandi, að smjaðra, að flakka, að
ráfa, að gera e-ð af fljótræði, að gana, að slétta.
16. skvap: mas, hávaði, spik, hold, sem er laust í sér, orðagjálfur, gutl.
17. tattinn: tvístraður, tætingslegur, tötralegur, harðskeyttur, úrillur,
viðskotaillur, hreykinn.
18. gaupn: spendýr, athygli, magi, skaut, íhvolfur lófi, handarbak, hné.
19. að blota: að frjósa, að stytta upp, að hlána, að vökna, að rigna, að
lygna, að bleyta.
20. köstur: hlaði, galli, beittur, harður, dyngja, ruddalegur í viðmóti,
góður eiginleiki.
Svör á bls. 176.