Úrval - 01.09.1975, Blaðsíða 66
64
ÚRVAL
ískyggilegar. En verði þurrkar í
Suðaustur-Asíu verða hörmungar
margfaldar vegna fólksfjöldans Ef
eitthvað gengur úrskeiðis í Suð-
austur-Asíu án birgða og skorts á
áburði, þá hjálpi okkur Guð.
— Mun hveitiuppskeran í Banda-
ríkjunum, Kanada og öðrum hlut-
um heimsins ekki verða til hjálp-
ar?
Það þarf ekki að vera. Vegna
mikilla frosta hefur uppskeran í
Austur-Evrópu og Sovétríkjunum
ekki verið góð. í Bandaríkjunum
hefur óvenjumikill þurrkur verið
í miðvestur fyikjunum sem hefur
haft í för með sér talsvert minni
uppskeru. Loks er alls staðar fyrir
hendi ótti við kornskort sem leiðir
til nokkurrar fastheldni í hverju
landi, þegar um er að ræða að veita
hjálp.
— Hve alvarleg getur hungurs-
neyðin orðið?
Margar milljónir manna eiga yf-
ir höfði sér að deyja úr hungri. Þau
svæði sem mest er ógnað er Ind-
land, Pakistan, Suðaustur-Asía og
Afríka, sunnan Sahara. Ég er mjög,
mjög svartsýnn á því sviði.
— Er hægt að framleiða korn-
tegundir, sem gefa mikinn afrakst-
ur og þurfa ekki áburð?
Nei, því 99,9% af ræktuðu landi
hefur verið nýtt til akuryrkju í
áratugi, sumt í aldir og sumt í þús-
undir ára. Það er fullvíst að við
höfum þrautpínt landið og eytt
nokkru af næringarefnum þess. Frá
náttúrunni fáum við ekkert endur-
gjaldslaust. Við komumst ekki hjá
að skila landinu næringarefnunum
aftur.
—• Er nokkuð sem hægt er að
gera í sambandi við veðurfarið?
Við vitum að veður á afmörkuð-
um landssvæðum er tímabundið,
sem þýðir að það endurtekur sig á
reglubundinn hátt. En við höfum
ekki mikla möguleika til að grípa
inn í þetta munstur og bæta upp-
skeruna á þann hátt.
— Þegar miðað er við allt þetta
álítið þér þá að „græna byltingin"
sé misheppnuð?
Hin svonefnda „græna bylting"
er ekki misheppnuð. Á Indlandi
jókst til dæmis uppskeran úr 11
milljónum tonna í 28 milljónir á
ári, þegar nýjar korntegundir og
nýjar ræktunaraðferðir og áburður
var notað. Indland varð þriðji
stærsti hveitiframleiðandinn á eft-
ir Sovétríkjunum og Bandaríkjun-
um. Og til dæmis Mexíkó er nú
fært um að selja 12.500 tonn af
hveiti til Kína. Það er ekki þýð-
ingarlítil framþróun.
— Af hverju stafar þá hungurs-
neyðin?
Aukning uppskerunnar var ein-
ungis einn þáttur í því að vinna
tíma til að berjast gegn því marg-
höfða rándýri sem nefnist fólks-
fjölgunarsprengingin. Á hverju ári
fjölgar íbúum jarðar um 76 millj-
ónir. Sú aukning á kornframleiðslu
sem þarf til að fæða þá, krefst að
við ræktum átta milljón hektara
viðbótarland árlega, en í fjölda
landa er einfaldlega ekki til meira
land, sem hægt er að plægja.
— Á hvern hátt getum við þá
aukið uppskeruna?
Eini möguleikinn er betri tækni:
Korntegundir sem gefa mikið af