Úrval - 01.09.1975, Blaðsíða 90
88
ÚRVAL
Fjölskyldan við arininn: Cleo, Sorrel, Richard, Bóbó, Kester og Valerie.
lifað við þau. En enn er langt frá
að allt sé fullkannað. Hegðun og
lög úlfanna eru svo flókin, að dýra-
fræðingar hafa eytt allri sinni ævi
í að reyna að skilja þau. Þegar svo
er reynt að samhæfa þetta líferni
siðum fólks, geta vandamálin og
umhugsunarefnin orðið svo fjöl-
þætt, að engin leið er að gera sér
grein fyrir þeim öllum.
Framkoma Bóbós í garð fólks,
sem kemur í heimsókn til okkar,
er eitt dæmi um þetta. Viðbrögð
hans gagnvart því eru breytileg og
engin leið að gera sér grein fyrir
þeim eða finna ástæðurnar. Hann
sýnir gestum okkar allt frá ein-
stöku dálæti, skelfilegri viður-
styggð og jafnvel skelfingu. Ég get
ekki fundið neinn rauðan þráð í
gegnum þessi viðbrögð, ekkert sam
eiginlegt, sem hægt er að reyna að
dæma þau næstu út frá. Þegar við
lítum til baka, getum við ekki bet-
ur fundið, en tilraun okkar til að
lifa samkvæmt úlfalögunum hafi
verið ákaflega þroskandi. Þetta var
samhæfing, gerð af nauðsyn, en
gerðist hægt og hægt og án þess
að henni væri veitt athygli meðan
hún var að gerast, en hefur fært
okkur í staðinn ánægjuna af því að
hafa stofnað til vináttusambands
við úlf, sem byggt er á sameigin-
legri væntum þykju og virðingu.
En stundum fylgir því ákveðinn
dapurleiki og það fer ekki hjá því,
að annað slagið finni maður til of-
urlítillar sektar.
Þegar maður liggur vakandi síðla
nætur og heyrir hann kalla, ein-
manalegu, villtu spangóli, rennur
manni til rifja og verður ljóst, að
hann er ekki í sínu rétta umhverfi.