Úrval - 01.09.1975, Page 114
112
ÚRVAL
fært mér mikil feröalög og spenn-
ing, en ýmiss konar smávægilegir
atburðir hafa verið mér fullt eins
mikils virði. Og ánægjuleg reynsla,
eins einföld og til dæmis að tína
epli í aldingarði, er ógleymanleg.
Og síðasta vítið að varast. Öllum
þykir vænt um glaðlegt fólk. Það
er óheppilegt að vera fýldur. Sólir
heimsins fölvast. „Vertu aldrei leið,“
sagði amma mín eitt sinn við mig.
Vittu, að þú ert lifandi, þér standa
opnir möguleikarnir til nýrra við-
fangsefna og nýrrar vináttu. Lífið
er andlégs eðlis. og þú verður að
taka breyttum aðstæðum eins og
áskorun, sem þú horfist í augu við
og ert manneskja til að takast á
við. Það er aldrei of seint að reyna
nýjungar og leggja út í ævintýri.
☆
Verkin bíða meðan þú sýnir barninu regnbogann, en regnbog-
inn bíður ekki á meðan þú vinnur verkin.
Record.
Það er ekki erfitt að fyrirgefa öðrum heimsku þeirra. Það er
öllu erfiðara að fyrirgefa þeim, sem verður vitni að manns eigin
heimsku.
J.W.
Þjóð án hetju er þjóð án framtíðar.
Marya Mannes.
Þegar mannsheilinn stækkar vegna nýrrar hugsunar, skreppur
hann aldrei aftur saman í sitt fyrra form.
O.W.H.
Það er ekki hægt að breyta öllu, sem maður hefur gengist við.
En ekkert getur breyst fyrr en maður hefur viðurkennt það.
Einn þeirra kosta, sem sjaldan er bent á varðandi óháð blöð, er
að þau leysa af hendi mjög athvglisverð verkefni: Þau gera stjórn-
inni grein fyrir hvað stjórnin er að gera.
Walter Cronkite.