Úrval - 01.09.1975, Blaðsíða 153
SJÖ MÍNÚTUR
151
því að hann hefði orðið fyrir skoti,
fyrr en hann ætlaði að draga fram
byssu sína, en fann þá að hand-
leggurinn var máttlaus. Það dugði
til þess að hann gat ekki miðað
nógu vel og hitti ekki Ball, þegar
hann miðaði í fyrsta sinn. Hann
reyndi aftur og notaði báðar hend-
ur til að halda byssunni stöðugri
— og þá klikkaði hún.
Ósjálfrátt lagði Beaton af stað til
þess að komast í milli bílsins og
byssumannsins, og reyndi um leið
að laga byssuna. f sama bili kom
Alec Callender aftan að Ball og
greip um handlegg hans til að ná
af honum byssunni. ,,Eg skýt þig!“
hrópaði Ball, og skaut af mjög
stuttu færi. Bílstjórinn féll í ekils-
sæti bílsins með byssukúlu í bring-
unni.
Beaton hafði nú hraðað sér hin-
um megin við bílinn, og kom þang-
að um leið og hirðmærin Rowena
Brassey kom út um afturdyrnar
þeim megin, í von um að koma
Önnu prinsessu undan þá leiðina.
í gegnum opnar dyrnar sá Beaton,
að Ball hafði lánast að opna dyrn-
ar hinum megin og náð taki á hand-
legg Önnu. Ball rykkti í prinsess-
una og hvatti hana til að koma út
úr bílnum, en þegar hann sá Bea-
ton hinum megin við bílinn, sagði
hann: „Slepptu byssunni, eða ég
skýt prinsessuna.“
Lögreglumaðurinn átti ekki um
neitt að velja: Hann lét byssuna
falla í götuna.
HEFÐI IAN BALL orðið að
æskudraumum sínum, hefði hann
orðið bandamaður Beatons en ekki
andstæðingur. Hann hafði alltaf
langað til að verða lögreglumaður.
Annar draumur hans var að fljúga
í breska flughernum, en honum var
hafnað í þeim herbúðum rétt þeg-
ar hann var að verða sautján ára.
Þegar hann reyndi að komast í
lögregluni, var honum sagt að koma
aftur, þegar hann væri orðinn tutt-
ugu og eins árs.
Þess í stað hóf hann nám í raf-
magnstæknifræði, en lauk því ekki.
Eftir það vann hann margvísleg
störf, aðallega við akstur, en flest
áttu þau það sameiginlegt, að þau
voru „ekki hæfileikum hans sam-
boðin“. Þá ákvað hann að „verða
sniðugur", eins og hann kallaði það,
og lá yfir fjárfestingartímaritum og
bókum um hvernig maður gæti
komið fyrir sig fótunum í við-
skiptum. En allt féll þetta um sjálft
sig hjá honum — eins og þegar
hann sendi út póstkröfupakka í all-