Úrval - 01.09.1975, Blaðsíða 154
152
ÚRVAL
ar áttir í von um að viðtakendur
borguðu fjögur og hálft pund, áð-
ur en þeir uppgötvuðu, að í pökk-
unum voru aðeins ódýrir kúlu-
pennar.
Þá sneri hann sér að smáafbrot-
um. Hann fékk fyrsta dóminn 1968,
þegar hann var dæmdur í tuttugu
og fimm punda sekt fyrir að hafa
tekið á móti stolnum bíl. Áður en
langt um leið lengdist sakaskrá
hans, aðallega fyrir móttöku og
meðhöndlun stolinna muna og pretti
í viðskiptum.
En jafnhliða þessu lagði hann á
ráðin um að verða milljóneri og
„playboy“. Það var nokkuð, sem
hann var illa undir búinn. Einu
sinni komst hann í samband við
unga, fráskilda konu í gegnum
tölvu-hjónabandsmiðlun. Hún sagði
um hann síðar, að hann hefði verið
fjarska vel klæddur og einkar kurt-
eis, en kvöldið þeirra misheppnað-
ist algerlega. Þau fóru á góðan veit-
ingastað, en „ég varð að annast all-
ar samræður“, sagði konan. „Stund-
um virtist hann leggja mjög hart
að sér til að ræða eðlilega við mig,
en það var alltaf eitthvað, sem hélt
aftur af honum. Hann virtist vera
í sínum eigin heimi.“ Það var heim-
ur, þar sem ungi maðurinn. sem
aldrei hafði átt vinkonu, hafði þau
fjárráð, sem hann taldi að myndu
gera hann vinsælan með kvenfólki.
Og nú virtust þessi auðævi rétt
innan seilingar . . .
NTJ FÓRU f HÖND sérkennileg
átök hiá Austinbílnum. Ian Ball
rvkkti í prinsessuna með annarri
hendi, en eiginmaður hennar hélt
um mittið á henni og hallaði sér
fram fyrir hana til að reyna að
loka bíldyrunum. Önnu fannst þetta
allt vera „óraunverulegt. Ég undr-
aðist stórlega að allt fór fram’með
eðlilegum hætti í kringum okkur.
Einkabílar og leigubílar þutu hjá
eins og ekkert væri að gerast. Ég'
hafði ekki ráðrúm til að verða
hrædd. Ég varð bara sárreið við
manninn.“
Beaton lögregluforingi klöngrað-
ist nú upp í bílinn og ætlaði að gera
aðra tilraun til að komast á milli
skjólstæðings síns og byssumanns-
ins. Prinsessan gerði aðra tilraun
til að trufla Ball með því að spyrja
hann kuldalega hvers vegna hann
vildi fá hana með sér, og fékk
svarið: „Mig vantar nokkrar milli-
ónir.“ Þegar Beaton hnikaði sér
nær, tókst Mark Phillips að loka
dyrunum. Ball hrópaði: „Opnið, eða
ég skýt!“
Beaton sá hann lyfta byssunni,
og setti lófann af ásettu ráði beint
fyrir hlaupið. Kúlan braut glerið í
bílglugganum og stöðvaðist í lófa
Beatons. Lögregluforinginn, sem nú
hafði særst tvívegis, hvíslaði að
Önnu að sleppa dyrahandfanginu.
Síðan þeytti hann upp hurðinni í
von um að fella Ball.
En tilraunin mistókst, og í þriðja
sinn skaut Ball á Beaton. Kúlan
lenti í kvið hans. Einhvern veginn
tókst Beaton að komast út úr bíln-
um, skjögraði yfir gulu rósirnar úr
vendinum, sem Anna hafði haldið
á, en nú var fallinn út úr bílnum,
op tókst að komast upp á gang-
stéttina hjá garðinum áður en hann
féll, magnþrota.