Úrval - 01.09.1975, Blaðsíða 46
44
ÚRVAL
Þegar útför Sir Fredericks Gall-
eghans stórfylkishöfðingja, Kt.B.,
D.S.O., O.B.E., I.S.O., E.D., fór
fram í St. Clementskirkjunni í út-
hverfinu Mosman í Sydney í apríl
árið 1971, var þar margt stórmenna,
bæði borgaralegra og úr hernum.
Á meðal syrgjendanna var þar sam-
an kominn sérstakur hópur manna,
200 talsins. Það voru þeir, sem eftir
lifðu af „Mjóhundum" Galleghans
og höfðu haft nokkra möguleika á
að vera viðstaddir útförina. Að
kirkjuathöfninni lokinni lét yfirlið-
þjálfinn okkur mynda röð og mann-
fjöldinn virtist hörfa aðeins aftur
á bak, líkt og hann skynjaði, að
við hefðum nokkra sérstöðu sem
hinir síðustu af piltunum hans
Svarta-Jacks. Síðan hófst lágvær
trumbusláttur, og kistan var borin
burt. Og við fylgdum fast á eftir
Svarta-Jack, líkt og við höfðum
alltaf gert.
☆
Nágranni okkar sem er vörður á safni fyrir nútíma list segir
okkur oft frá fólki, sem ruglast í ríminu, þegar það hefur skoðað
abstrakt málverkin. Til dæmis sagði hann okkur frá tveimur roskn-
um konum, sem litu inn í einn salanna: „Héma komum við áðan,“
heyrði hann aðra segja, um leið og hún benti á vegginn á móti.
„Ég man greinilega eftir slökkvitækinu á veggnum.“
Storm Pedersen, frægur, danskur teiknari, teiknaði svía alltaf
með blátt nef.
Sænskur vinur hans var móðgaður út af þessu tiltæki teiknar-
ans og spurði hvers vegna í ósköpunum stæði á því að hann gæti
ekki haft nefin á svíunum eins og á venjulegu fólki.
„Auðvitað get ég það,“ svaraði hann, ,,en hvernig á fólk þá að
sjá að þetta eru svíar?"
„Þjónn! Máltíðin var óviðjafnanleg, en áttu ekki eitthvað veru-
lega hressandi í lokin?“
„Sjálfsagt, herra minn. "Ég skal koma með reikninginn strax.“
Rakarastofa nokkur í París hefur tvær deildir: Önnur fyrir við-
skiptavini sem vilja tala, hin fyrir þá sem ekki vilja það. Umræðu-
deildin skiptist svo í fernt, eftir því um hvað menn vilja tala:
Iþróttir, almenn málefni, fjölskylduvandræði og verðbréfamarkað-
mn.