Úrval - 01.09.1975, Blaðsíða 158
156
ÚRVAL
spurði Anna rólega. „Hvað gott
getur leitt af öllu þessu?“
Andartak starði Ball á hana tví-
átta, eins og barn, sem fær óvænta
ofanígjöf. Anna prinsessa greip
tækifærið. Hún sleit sig lausa af
Ball, og allt í einu hættu menn-
irnir að togast á um hana.
Ronald Russell sá, að afturdyr
bílsins hinum megin stóðu opnar.
Hann sentist þangað og sagði við
prinsessuna: „Komdu hingað og þér
er borgið." En um leið og Anna var
að s<ága út, kom Ball fram fyrir
bílinn. Mark Phillips kippti konu
sinni til baka, en Russell tók sér
stöðu fyrir framan og strengdi
hvern vöðva til að taka á móti kúl-
unni. En Ball skaut ekki. Þess í
stað revndi hann að þrengja sér
milli bílsins og Russells, sem lét
ckki segja sér tvisvar að beria Ball
í annað sinn og síðan hið þriðia,
ng síðasta höggið var af sh'kum
krafti, að hann missti siálfur iafn-
vævið o« féil endilangur í götuna.
Þe<?ar hann var að rísa uno aft-
u’". heyrði hann sírenur í lögrePlu-
bílunum, sem náiguðust. Fyrstur á
staðinn eftir að kall Hills var sent
út var „Q“-bíll frá Cannon Row,
með verðandi leynilögreglumann að
nafni Peter Edmonds, sem hafði
verið að leggja af stað í eftirlits-
ferð, þegar hann heyrði boð Hills
í talstöðinni.
Þegar Edmonds stökk út úr bíln-
um, sá hann fjóra menn liggja á
gangstéttinni undir trjánum. Það
voru mennirnir, sem Ball hafði
skotið niður: Alec Callender. bíl-
stjóri, James Beaton, lögreglufull-
trúi, Michael Hills lögreglumaður
og blaðamaðurinn Brian McConn-
ell. Edmonds sneri sér að þeim. sem
næstur var, Jarries Beaton, og var
að breiða yfir hann jakkann sinn.
þegar hann heyrði Önnu kalla frá
bílnum: „Grípið hann!“
Edmonds sá roann hlaupa aftur
fvrir leigubíl hinum megin á göt-
unni. með byssu í hendi. Hann
i'eitti honum eftirför og hrónaði til.
hans að nema staðar. Maðurinn
sneri sér við á hiaupunum op r°vndi
að skióta á Edmonds, en hitti ekki.