Úrval - 01.09.1975, Blaðsíða 133
HRÆÐSTU EKKI DAGDRAUMANA
131
sumarbústað og farið svo að hugsa
um, að innan langs tíma kæmi að
því, að hann gæti hætt störfum
fyrir aldurs sakir og sest þar að að
fullu og öllu. Við athugun á dag-
draumum sínum tókst honum þann-
ig að breyta lífsháttum sínum til
hins betra.
AÐ STUÐLA AÐ ÞROSKUN
PERSÓNULEIKANS. Segið við sjálf
ykkur: „Gerum ráð fyrir, að ég
væri forstjóri fyrirtækis, verkstjóri
einhverrar deildar eða formaður
einhverar nefndar.“ Gerið ykkur í
hugarlund allar aðstæður og látið
sem þetta sé raunverulegt. Ákveð-
ið, hvernig þig skylduð þá koma
fram og bregðast við ýmsum að-
stæðum. Á þann hátt kunnið þið
í rauninni að uppgötva einhvern
dulinn styrk, dulinn þátt persónu-
leika ykkar, metnaðargirnd, sem er
þess virði, að að henni sé hlúð og
hún efld, eða ýmsa valkosti, sem
þið hafið ef til vill útilokað að
ástæðulausu. Þið kunnið þá einnig
að koma auga á ýmislegt, sem er
alls ekki hagkvæmt ykkur.
AÐ RÓA OG FRIÐA SJÁLFAN
SIG. Heilabylgjurannsóknir, eink-
um rannsóknir á alfabylgjusveifl-
um, sem tengdar eru hvíldartíma,
sem er undanfari svefns, gefa til
kynna, að sumt fólk geti lært að
stjórna þessum bylgjusveiflum með
hjálp ánægjulegra dagdrauma. Sum
ir einstaklingar hafa í raun og veru
getað stjórnað hjartslætti sínum og
blóðþrýstingi.
Á augnablikum mikillar spennu
og vanlíðunar skuluð þið gefa ykk-
ur dagdraumum á vald, því að slíkt
kann að geta hjólpað ykkur til þess
að komast að því, um hvaða þætti
innri átaka eða erfiðleika er að
ræða eða að minnsta kosti suma
þeirra. Jafnvel þótt þið komið kann-
ski ekki auga á það á þennan hátt,
hvert vandamálið er í raun og veru,
getur jákvæður dagdraumur um
unað náttúrunnar að minnsta kosti
róað ykkur um hríð og komið í veg
fyrir fljótræðisverk. Þannig getum
við skynjað á algerlega sálrænan
hátt suma af kostum bænar og hug-
leiðslu. Hugsið um hina róandi og
blíðu mynd, sem sálmurinn „Drott-
inn er minn hirðir“ bregður til
dæmis upp fyrir hugskotssjónum
okkar.
AÐ SIGRAST Á EINMANA-
KENND. Þegar þið eruð einmana,
getið þið kallað fram í hugann fé-
laga og kunningja, sem þið getið
átt skemmtilegar, þöglar viðræður
við. Sumt fólk nýtur þess að eiga
slík samtöl við ímyndaðan gest úr
fortíðinni, ástfólginn afa eða kenn-
ara eða fræga persónu. Aðrir njóta
þess að lýsa nútímaborg fyrir
ímynduðum gesti, sem hefur snúið
aftur til fornaldarinnar. Slíkar dag-
draumaglettur eru ekki aðeins upp-
bót á einmanakennd á lágu stigi,
heldur geta þær einnig dregið úr
taugaóstyrk og ótta, þegar maður
ferðast um ókunnar slóðir.
AÐ ÖÐLAST GAGNLEGAN
SKILNING Á EIGIN HEGÐUN.
Rannsóknir, þar á meðal mínar eig-
in rannsóknir við Yaleháskólann,
hafa bent til þess, að geri maður