Úrval - 01.09.1975, Blaðsíða 76
74
ÚRVAL
Það var um ári seinna sem vegir
okkar Bóbó lágu saman. Af þeirri
milljón manna, sem var í Vancou-
ver þennan dag, getur bara hafa
verið einn einasti með úlf, sem
þarfnaðist nýs heimilis, og aðeins
einn með heimili við hæfi og vilja
til. að deila því með úlfi. Að við
skyldum ná saman var furðuleg til-
viljun.
HÆNSNI, HUNDAR, GRÍSIR —
OG ÚLFAR. Við komum heim í
landróvernum eftir miðnættið og
ég tjóðraði Bóbó við sedrusviðar-
tré um 15 m frá húsinu. í dögun
næsta morgun fór ég út til að ving-
ast við úlfinn og bar með mér stórt
og mikið kjötbein. Bóbó lét sem
hann sæi hvorki mig eða beinið.
Það var ekki fyrr en Cleo kom, að
Bóbó sýndi ofurlitla breytingu.
Fram að því hafði hann verið
kuldalegur og skeytingarlaus, en
greinilega á verði. Cleo nálgaðist
hann titrandi og varfærin. Þau
teygðu trýnin hvort á móti öðru og
snertust aðeins, tungurnar mættust,
þau skiptust á munnvatni og inn-
sigluðu þar með vináttu sína. Bóbó
sperrti skottið eins og siglutré og
reisti eyrun, en Cleo hörfaði að-
eins og veifaði sínu. Úlfurinn klór-
aði í jörðina og ýlfraði. Seinna
hjálpuðu telpurnar mér að gefa
hænsnunum og þá lét Bóbó aftur í
liós nokkurn áhuga. Það leyndi sér
ekki, að hugsanir hans um hænsn-
in voru ræningjalegs eðlis. Skömmu
eftir morgunmat kom svo einn han-
inn. heldur vitgrannur fugl, en
grobbinn með sig, full nærri úlfin-
um, og andartaki seinna var hann
á hröðum flótta, en svo margar
fjaðrir vantaði á prúða stélið hans,
að sterturinn stóð eftir nakinn eins
og þumalfingur.
Bóbó hefur aldrei viðurkennt til
fulls lífsréttindi hænsnanna okkar,
andanna og gæsanna, þó að hann
hafi á þriggja ára veru sinni hér
fækkað færri þeirra heldur en
voru myrt af flökkuræningjum ár-
ið áður en hann kom. Þvottabirn-
ir, villikettir, minkar, skúnkar og
flökkuhundar heimsóttu landareign
okkar ótrúlega þétt til að halda
sjálfum sér veislu, án tillits til þess
hve vandlega við reyndum að
byrgja fuglana að kvöldi. Þetta
gerist ekki lengur. Allur þessi
flökkulýður hvarf á braut og hef-
ur ekki látið sjá sig síðan Bóbó
kom. Nú hendir það aðeins, að
einstaka ugla eða örn gera sig
heimakomin, en afar sjaldan.
Engu að síður er grimmd úlf-
anna við brugðið, og ekki að ástæðu
iausu. Við höfum séð nóg til að
vita, að sú frægð er á rökum reist.
Við eigum vin, sem heimsækir okk-
ur stöku sinnum, en hann á stóran
síberíuhund, er heitir Mógúll. Hann
reynist nafni sínu trúr með því að
ráðast miskunnarlaust inn á yfir-
ráðasvæði allra annarra hunda, sem
hann kemur nálægt, aðeins til bess
að eiga bess kost að lenda í góðum
slagsmálum. Dag nokkurn beið Bó-
bó rólesur úti við runnana oe
horfði á Mógúl nálgast í ertnis-
huCT. Við revndum að kalla hundinn
til okkar aftur, en árangurslaust-
ITm leið os Mógúll var komirm
bað nærri Bóbó að keðian náð!
stökk Bóbó. Hundurinn reis unp á