Úrval - 01.09.1975, Blaðsíða 137
LOFSÖNGUR UM VERÖNDINA
135
unnar og eigendur útvarps- og sjón-
varpsstöðvanna kærðu sig um að
bjóða okkur upp á.
Upp á síðkastið er okkur að byrja
að skiljast, að við höfum þannig
skipt á hinni fíngerðu list sam-
skiptanna við náungann og einveru
hlustandans, þegar við yfirgáfum
veröndina og lokuðum okkur inni.
Nú erum við að reyna að læra á
nýjan leik hina gleymdu list fé-
lagslegra samskipta við náungann.
Við erum klaufaieg, líkt og sjúkl-
ingar, sem hafa gengist undir heila-
skurði, sem skaddað hafa heilann,
til dæmis vegna aftengingu heila-
stöðva. Á síðkvöldum úir og grúir
af auglýsingum á sjónvarpsskerm-
inum, þar sem auglýst er þjónustu-
starfsemi fyrir persónukynni og
makaval. Vínstúkur fyrir ólofað
fólk er eins konar endurútgáfa af
safnaðarfélagssamkomum með þeim
mun, að hér er slík þjónusta rekin
með kaupsýsluviðskipti að leiðar-
ljósi. Hvíldarbekkurinn í lækninga-
stofu sállæknisins er eins konar
smábarnaskóli fyrir þá, sem eru að
reyna að skynja töfrana við sjálfs-
tjáningu og skilning og viðurkenn-
ingu á sjálfi annarra. f máli okkar
úir nú og grúir af orðum og orða-
samböndum, sem notuð eru af fólki,
sem er að reyna af allt of mikilli
ákefð að gera það, sem okkur fannst
áður fyrr ofur einfalt og eðlilegt.
Við þvöðrum um að efla meðvit-
und okkar og gagnkvæm tjáskipti
og við látum sem tjáskipti og gagn-
kvæm samskipti við náungann séu
eins konar listgrein, sem læra þurfi.
Mér virðist einhvern veginn, að
hin flata og slétta framhlið hús-
anna, sem við byggjum nú, sé tákn
hinnar miklu breytingar, sem á
okkur hefur orðið. Einu sinni var
eitthvað utan útidyrahurðarinnar,
sem dró okkur til sín og veitti okk-
ur vernd jafnframt því að veita
okkur möguleika á félagslegum
samskiptum við náungann. Okkur
finnst ekki sem við höfum lengur
þörf fyrir veröndina. En það er
rangt. Við þörfnumst þessa griða-
staðar mjög sárt, vegna þess að þar
vorum við ekki sem framandi mann
eskjur í augum sjálfra okkar og
náunginn ekki sem framandi mann-
eskja í okkar augum. Þar var ekki
um firringu að ræða.
☆
Þeir, sem ímynda sér að heimurinn standi á móti þeim, hafa
venjulega bundist samtökum til að svo sé.
Syndney J. Harris.
Vinur er maður, sem sér í gegnum þig. og skemmtir sér við það
sem hann sér.
Farmers' Alamanac.