Úrval - 01.09.1975, Blaðsíða 161
159
^Böthiri
okkar
500 króna verðlaunum er heitið
fyrir bestu söguna í hverju hefti
að mati ritstjórnar. Utanáskriftin er
„Úrval, pósthólf 533, Reykjavík“.
G.S. verður að þessu sinni 500 kr.
ríkari:
Lítill kunningi minn var við-
staddur jarðarför roskins vinar síns,
Einars að nafni. Skömmu eftir út-
förina bar svo við, að þessi litli
vinur minn var spurður, hvar Ein-
ar væri. Sá, sem spurði, hafði verið
fjarverandi og vissi ekki um lát
hans. En sá litli lét sér ekki bregða,
heldur svaraði einlæglega: „Einar?
Það er búið að gróðursetja hann.“
G.S.
☆
Bílaöldin hefur haldið innreið
sína. Það sannaðist, þegar sonur
minn var að sýna nágrannadreng
litlu hænuungana okkar. Þeir voru
aðeins tveggja eða þriggja daga, og
voru börnunum mikið furðu- og
aðdáunarefni. Þessi litli nágranna-
drengur var engin undantekning
írá því, en hann kom flatt upp á
okkur öll, þegar hann gaf syni
mínum, sem hélt á tveimur ungum,
olnbogaskot og sagði: „Láttu þá
fara í kapp!“
S.H.
☆
Óli reiddist við systur sína og í
hefndarskyni beit hann hausana af
nokkrum dúkkulísum, sem hún átti.
Þegar hann var inntur eftir þess-
um atburði sagði hann: „Nú, mig
langaði bara að smakka dúkku-
lísusvið."
Sonur minn, þriggja ára, var
kominn á það þroskastig að finn-
ast smábarnalegt að hafa verið
smábarn. Eitt sinn er við vorum að
skoða myndir rakst ég á eina af
honum ca. tveggja mánaða og
spurði hver þetta væri: Hann renndi
augunum rétt sem snöggvast á
myndina og svaraði svo snúðugt:
„Þetta er hann Þorsteinn gamli.“
ág.
Um leið og við þökkum öllum
sem sent hafa sögur í „Börnin okk-
ar“ fyrir undirtektirnar, langar
okkur að hvetja fólk til að senda
okkur hnittin tilsvör og tiltæki
barna sem það þekkir. Eins og sést
á „Börnunum okkar“ í þetta skipti
getur hver og einn sent eins marg-
ar sögur og hann vill. — Fyrir
bestu söguna í hvert skipti, fær
höfundur 500 krónur.