Úrval - 01.09.1975, Blaðsíða 127
ERU FRÁSAGNIR BIBLÍUNNAR SANNAR?
125
vatnsflóð yfir þann heim, sem þá
var, svo að hann fórst.“ (2. Pét.
3, 6). Fornleifafundir hafa stað-
fest frásögn Biblíunnar.
SÓDÓMA, GÓMORRA OG NIN-
IVE. Frásögn Biblíunnar um fall
borganna Sódómu og Gómorru
hafði löngum verið tilefni aðkasts
og aðhláturs meðal gagnrýnenda,
sem höfðu talið hana tilbúning
frumstæðra ættflokka. En á sínum
tíma hætti aðkastið snögglega. Ár-
ið 1931 tilkynnti leiðangur forn-
leifafræðinga fund Sódómu hinnar
fornu nálægt Dauðahafinu.
Margt kom í ljós, sem benti til
þess að borgin hefði verið eydd í
eldi. Allt í kring mátti sjá vott
þess að auk eldsins hefði verið um
miklar jarðhræringar að ræða.
Árum saman drógu menn í efa
frásögn Biblíunnar um Ninive-
borg — sögðu að sú borg hefði al-
drei verið til. Slíkar raddir hljóðn-
uðu, þegar fornieifafræðingar Botta
og Layard hófu uppgröft og fundu
borgina.
í Jesajabók, 20. kapítula og 1.
versi, er nefndur Sargon Assyríu-
konungur. Nafn hans var ekki kunn
gert af skráðum heimildum utan
Biblíunnar. Andstæðingar hennar
bentu á þetta sem ástæðu til að
efa sannfræði hennar og lýstu því
yfir, að konungur með þessu nafni
hefði aldrei verið til.
Þegar franski fornleifafræðingur-
inn Botta hóf að grafa í rústum
Nínive fann hann höll Sargons kon-
un?s. Þar höfðu verið víðáttumikl-
ir garðar og stórar tjarnir, allt um-
lukt háum múr. Fornleifafræðing-
ar hafa nú fundið nær öll nöfn
þeirra konunga Assyríu og Baby-
loníu, sem nefnd eru í Biblíunni.
Ein saga Biblíunnar hafði jafnan
vakið mikla kátínu meðal gagnrýn-
enda — sagan sem greinir frá því
að engill Drottins hafi eytt öllum
Assyríuher, 18500 manns. Var hún
nefnd sem dæmi um helgisagna-
blæinn á Biblíunni. Slíkar raddir
þögnuðu þegar vísindamenn fundu
sexstrending einn, sem á voru letr-
aðir annálar Sennaeheribs Assyríu-
konungs. Þar er sagt frá helstu her-
ferðum konungs, einnig herferð
hans gegn Palestínu, þar sem her
hans hafði verið eytt á yfirnáttúr-
legan hátt.
Daníelsbók var lýst ómerk af
gagnrýnendum, þar sem Beisassar
er þar nefndur sem síðasti konung-
ur Babyloníu. Nafn hans var ekki
nefnt í heimildum utan Biblíunn-
ar og nafn hans ekki nefnt í skrám
yfir konunga Babyloníu. f verald-
arsögu var Nabonidusar getið sem
síðasta Babelkonungs. Af þessum
sökum var um langt árabil Daní-
elsbók talin í heild ómerk og
óáreiðanleg.
En fornleifafræðin átti eftir að
draga sönnunargögn fram í dags-
ljósið. sem lögðust á sveif með
Biblíunni. Þar var Sir Henry
Rawlinson, sem fann þýðingarmikl-
ar áletranir er Nabonidus sjálfur
hafði ritað. Þar gerir hann ljóst að
hann hafi dregið sig í hlé og búið
árum saman í Tena og „ekki kom-
ið til Babel“ og að sonur hans Bels-
assar, ásamt aðalsmönnum og
hernum hafi verið í Babyloníu.