Úrval - 01.09.1975, Blaðsíða 147
145
Nú er rúmt ár liðið síðan vopnaðar maður reyndi að ræna
Önmi Bretaprinsessu í London.
Sayan af þessari furðulegu ránstitraun hefur aldrei
verið sögð nema að hluta, fyrr en í frásögn þeirri,
sem hér birtist.
Hún er samin eftir að höfundurinn hafði þaullesið allar
skýrslur varðandi málið og rætt við fjölda fólks,
sem blandaðist mádinu beint og óbeint.
\v \v \t/ w
*
L
aust eftir klukkan 7.30
íj) að kvöldi 20. mars 1974,
lögðu Anna prinsessa
og maður hennar, Mark
•)K- Phillips, af stað frá
Sudbury House, þar
sem þau höfðu verið gestir á kvik-
myndasýningu, sem haldin var í
góðgerðaskyni. Þau létu fara vel
um sig í dökkbláum fólksbíl, sem
beið þeirra á Newgate Street,
skammt frá dómkirkju heilags
Páls. Bíllinn rann af stað frá lotn-
ingarfullum hópi þeirra, sem að
sýningunni höfðu staðið — en eng-
inn tók eftir hvítum Ford Escort,
sem staðið hafði þar spölkorn frá
og lagði af stað um leið og blái
bíllinn.
Við stýrið í Escortinum sat grann-
holda, ungur maður, með fjarræn,
geðveikisleg augu, og hugsaði af al-
efli um afbrotið, sem hann hafði
skipulagt af mikilli natni síðustu
þrjú árin. Ef eftir hefði verið leit-
að, hefði ökuskírteini hans leitt í
ljós nafnið John Williams og heim-
ilisfang á Christchurch Road,
Crouch End, í Norður-London —
en þetta var eitt af þremur fölsuð-
um nöfnum og heimilisföngum, sem
áttu að gera ógerlegt að komast
að því, hver hann í raun og vetu
væri.
Hann hafði gert fleiri varúðar-
ráðstafanir. Hann hafði fjarlægt
allar framleiðslumerkingar af föt-
um sínum, eyðilagt upprunalega
ökuskírteinið sitt og flugskírtein-
ið, en hann hafði lagt það á sig að
læra að fljúga, svo hann gæti not-
að flugvél til að hrinda áætlun
sinni í framkvæmd, ef með þyrfti.
Hann seldi bílinn sinn, Austin 1100,
sem skráður var á hans rétta nafn,
og leigði í stað.inn hvíta Escortinn
í nafni Johns Williams.
Og til þess að slíta endanlega öll
tengsli við fortíðina, kveikti hann
loks í vegabréfinu, sem kynnti hann