Úrval - 01.09.1975, Side 16

Úrval - 01.09.1975, Side 16
14 hefur það í för með sér, að flytja þarf verksmiðjuframleidda hluti langar vegalengdir, svo að þeir nái til nægilegra stórra markaða til þess að gera f jöldaframleiðslu þeirra hagkvæma. Flutningskostnaður er svo mikill, að sá vinnusparnaður, sem fæst, ést oft algerlega upp. Slík verksmiðjuframleiðsla er þar að auki ógerleg fyrir markað, þar sem um er að ræða ólík veðursvæði, allt frá hálfgerðri heimskautaveðr- áttu til hálfgerðrar hitabeltisveðr- áttu, og þar sem í gildi eru and- stæðar byggingarreglur í hundraða tali. Slík verksmiðjuframleiðsla verður þannig ógerleg, vegna þess að hagkvæmni verksmiðjufram- leiðslunnar krefst samhæfingar og stöðlunar. Og það kemur fleira til. Þegar talað er um verksmiðjuframleiðslu húsa og húshluta, er um að ræða hluti, sem eru kannski alls ekki þess virði, að þeir séu verksmiðju- framleiddir. Húsgrindin kostar tæp 20 °/o af heildarkostnaðinum, allt hitt fer í innréttingar, þjónustu á byggingarstað, leiðslur og tengsl við vatn, skolp, rafmagn o. s. frv., grunn, lóð og undirbúning lóðar og kostnað við húsbyggingalán. Og það er ekki hægt að verksmiðju- framleiða lóðir, húsgrunna, vegi né trjágróður. Verksmiðjuframleiðsla húsgrind- arinnar, sem senda þarf alllanga leið frá verksmiðju til húsgrunns, getur sparað um 10% af kostnað- inum við húsgrindina eða með öðr- um orðum 2% af heildarkostnaði byggingarinnar fullgerðrar. Á hinn bóginn v|erður kannski ekki um ÚRVAL neinn slíkan sparnað að ræða, ef eitthvað fer úrskeiðis í hinni flóknu keðju. Fyrir nokkrum árum var full- gerð bygging í norðanverðu New Yorkfylki, en þar eru mjög óhag- kvæm veðurskilyrði hálft árið og hræðileg hinn helming ársins. Þetta var ósköp venjuleg bygging, alger- lega unnin á byggingarstaðnum. Húsbyggjendur tóku á leigu upp- blásanlegan „tjaldhimin", blésu hann upp, þannig að hann huldi vel grunninn og næsta nágrenni hans og byggðu síðan húsið „innan- húss“ í vissum skilningi. Þar glat- aðist ekki ein mínúta vegna slæms veðurs og' engin efnisögn vegna frosta, snjókomu né rigningar, ekki heldur minnsti málningardropi vegna raks yfirborðs. Eftir að bygg- ingunni hafði verið lokið á met- tíma, var loftinu bara hleypt úr „tjaldhimninum" og hann sendur til eigandans, sem leigði hann síð- an næsta skynsama viðskiptavini. Þessi atburður er mjög þýðing- armikill í augum þeirra, sem nokk- urn tíma hafa byggt eitt eða ann- að. í augum þeirra kann sú hug- mynd, að reisa byggingu inni í risavaxinni „útungunarvél", að verða miklu þýðingarmeiri nýjung í byggingartækni í Bandaríkjunum en nokkur nýjung á sviði staðlaðrar verksmiðjuframleiðslu húsa og hús- hluta. Borgir eru nauðsynlegar, eigi siðmenningin að halda velli. Það er staðreynd, að slík sam- skipti og tengsl, sem hafa aðeins
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.