Úrval - 01.09.1975, Page 122

Úrval - 01.09.1975, Page 122
120 ÚRVAL umönnun og umhyggju, og það er einmitt það sem hann kemur til með að fá hjá þessari konu. Þú mátt taka mín orð fyrir því.“ „Jæja þá,“ sagði Halliday. „Þú virðist öruggur með þig.“ FRAM AÐ ÞESSU hafði ég al- drei gert í því að rekast á frú Dono- van, en nú svipaðist ég daglega um eftir henni á götum bæjarins, meira að segja með þó nokkurri ákefð. Mér leist alls ekki á blikuna, þegar Gobber Newhouse drakk sig blind- fullan og hjólaði svo gegnum tré- girðingu ofan í þriggja metra djúp- an klóakskurð, og frú Donovan var ekki meðal áhorfenda, meðan verka mennirnir og lögreglan veiddu hann uppúr. Þegar ég kom heldur ekki auga á hana kvöldið, sem kviknaði í feitinni í djúpsteikingapottinum á grillbarnum, varð ég alvarlega áhyggjufullur. Ég hefði kannski átt að líta inn til hennar og gá hvernig henni gengi með hundinn. ’Ég hafði hreins- að sár hans og lagt við þau, áður en hún fór með hann, en kannski hefði ég átt að gera meira en það. Og þó hafði ég mikla trú á Dono- van — miklu meiri en hún hafði á mér. Eftir þrjár vikur fékk ég varla hamið mig frá að heimsækja hana. Þá kom ég allt í einu auga á hana hinum megin við torgið, þar sem hún tölti um og grandskoðaði hvern búðarglugga af mestu natni, rétt eins og áður. En nú var hún með stóran, gulan hund í bandi. Þegar hún sá mig nema staðar, brosti hún drýldin. Eg laut yfir Roy og rannsakaði hann. Hann var ennþá magur, en glaðlegur og fjör- legur. Sárin voru á góðum bata- vegi, og það var ekki rykkorn á öllum hans mikla feldi. Þegar ég rétti úr mér greip hún ótrúlega fast í handlegginn á mér og horfði fast í augu mér. „Jæja, Herriot dýralæknir,“ sagði hún með áherslu á síðasta orðinu. „Er þetta ekki allt annar hundur?“ „Þú hefur gert kraftaverk, frú Donovan,“ sagði ég. „Þú hefur ekki sparað sjampóið þitt góða.“ Hún flissaði og hélt áfram rölti sínu, og stóri hundurinn hélt þétt á hæla henni. NÚ LIÐU TVEIR MÁNUÐIR, þangað til ég sá hana aftur. Hún gekk fram hjá skrifstofu minni, einmitt í því ég var að koma út, og aftur greip hún um handlegg mér. ,,Jæja,“ sagði hún rétt eins og síðast. „Er þetta ekki allt annar hundur?“ Ég er viss um, að lesa mátti lotn- ingu úr svip mínum, míeðan ég starði á Roy. Hann var orðinn stærri og sterklegri. Feldurinn var ekki lengur gulur, heldur glitraði eins og gull og lá í glansandi lokk- um yfir bakið, niður síðurnar og niður á vel feitar lappirnar. Hann dinglaði skottinu vingjarnlega, og gljáandi lokkarnir dúuðu. Og sem ég stóð þarna og virti hann fvrir mér, reis hann upp á afturlappirn- ar, lagði framfæturna upp á bring- u.na á mér og leit djúpt í augu mín. f augnaráðinu mátti lesa æðruleysi, undirgefni og traust, rétt eins og
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.