Úrval - 01.11.1975, Side 18

Úrval - 01.11.1975, Side 18
16 ÚRVAL vernig getum maður tjáð ÍÍS ást sína fegurðardís, sem w er 315 metra löng, 57 í{í þús. smálestir að þyngd ■/KíKíKíKíK og þrjátíu og þrír metrar um mittið — en hefur jafnframt til að bera óviðjafnanlegan yndisþokka og glæsileik? Pessi fegurðardís er es. France, lengsta, fegursta og rennileg- asta farþegaskip, sem smíðað hefur verið. Nú hefur hún hneigt sig í síð- asta sinn og yfirgefið sviðið, en við sem þekktum hana munum aldrei gleyma henni. France hættir ekki siglingum af því að það sé orðið gamaldags eða nýir tímar hafi varpað skugga á glæsileik þess, heldur vegna þess að hækkun olíuverðsins hefur valdið slíkum halla- rekstri, að áframhaldandi útgerð skips- ins er með öllu vonlaus við slíkar að- stæður. Þegar það hættir nú ferðum yfir Atlantshaf, lýkur sérstæðu tímabili í sjóferðasögunni, þegar hver sá sem var farþegi á fyrsta farrými gat lifað í vellystingum og við ótrúlegustu þæg- indi þá fimm sólarhringa sem ferðin tók. Pau 13 ár sem France var í sigling- um, fór það 400 ferðir yfir Atlants- haf frá Frakklandi til New York, 93 skemmtiferðir, þar af tvisvar umhverf- is jörðina, og flutti yfir milljón far- þega. Pað var eitthvað dularfullt og töfrandi við þetta skip. Ég og konan mín fórum margar ferðir með því, og við vorum alltaf jafn hrifin. Pað var einhver sérstakur hátíða- blær yfir öllu um borð í þessum ferð- um. Hvergi voru blómvendirnir lit- ríkari, hvergi slík gnótt kampavíns, hvergi fegurri konur en á þessu skipi. 1 stað seltu og málningarlyktar, sem fylgdi öðrum farkostum, var eins og dauf ilmvatnsangan bærist að vitum manns þegar maður steig um borð í France. Farþegum og áhöfn þótti jafn vænt um þetta skip. Einn af þjónunum sagði nýlega með sorgarhreim í röddinni: „Pað eru til mörg skip, en aðeins eitt France. Pað var listaverk eins og Ven- us frá Mílo. Pað var að vísu úr stáli, en í því sló hjarta. Pað fundu allir sem til þekktu.“ Enda þótt allir væru sammála um að fæðið og þjónustan um borð væri óviðjafnanlegt, voru skiptar skoðanir um skreytingarnar á salarkynnum skips- ins, sem voru mjög frábrugðnar því sem venjulegt var. I stað arinsins og pálmans, sem höfðu þótt ómissandi, gat að líta mörg þúsund fermetra af skreyttu gleri og ’handofnum veggtepp- um í nýtískustíl. I skipinu voru 26 samkomusalir fyrir farþegana og höfðu jafn margir listamenn annast skreyt- ingu þeirra. Af þessu leiddi að við fyrstu sýn virtist skorta nokkuð á heildarsamræmi, en þegar ljósin höfðu verið kveikt á kvöldin, breyttist þetta, því að lýsingin baðaði allt í töfrabirtu. France hafði aðeins tvö farrými — fyrsta og almenning, en auk þess voru fjórar viðhafnaríbúðir með öllum hugs- anlegum þægindum og sérstöku þjóna- liði, en farþegarnir voru yfirleitt fræg- ir Hollywood leikarar eða kvikmynda-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.