Úrval - 01.11.1975, Side 51
49
KVENNAÁRIÐ MITT Á MÓTORHJÓLI
heima. Ég er 1.68 sm há og 52 kg á
þyngd. Pað er því ekki stærð mín,
sem vekur virðingu. Pað er eitthvað
annað. Og ég held að það hafi ein-
faldlega verið það, að ég lagði upp í
þessa ferð.
Venjulega keyrði ég rólega af stað
og muldraði „sko!“ og „nei!“ þegar
ég sá nýtt landslag breiðast út fyrir
framan mig. Ég man ennþá hallann í
beygjunum, þegar ég keyrði króka-
beygjuvegi upp fjöllin. Eru nokkur
fallegri tré til en þyrping af hvítu
birki, sem stendur eins og krítarstrik
upp úr barrskóginum? Dag nokkurn
er ég hafði tjaldað við fjallavatn, fann
ég nokkur stór stykki af birkiberki
og skrifaði á þau bréf. Mig hafði allt-
af dreymt um að skrifa bréf á birki-
börk. Pað færði mig aftur til sjö ára
aldursins, þegar það skemmtilegasta,
sem ég gat hugsað mér, var að leika
indíána.
Eina nóttina kaus ég heldur að sofa
í smákofa í stað tjaldsins. Hann var
pínulítill og stóð við hið volduga St.
Lawrencefljót, þar sem það var 30 km
breitt og er næstum eins og hafið með
sjávarföllum, mávum og fullt af reka-
drumbum, sem hafði skolað upp á
ströndina. Ég hlóð dálítinn bálköst,
sem ég skvldi með steinum, eldaði
matinn, borðaði og sat svo með uppá-
haldsdrykkinn — súkkulaði og kaffi
til helminga — á meðan sólin gekk
undir.
Ég sat lengi í rökkrinu á rauðbrún-
um sandinum og hallaði mér upp að
trjábol, sem var rennisléttur af öldu-
rótinu. Smám saman seig ég neðar og
neðar, þar til höfuðið hvíldi á trjá-
bolnum, og ég hvíldist í sandinum.
Bálið var nær útkulnað og appelsínu-
litur rnáninn lýsti upp svarbláan him-
ininn. Pað hafði hækkað í fljótinu
svo það átti fáa metra eftir að fót
um mínum. Ég lá langa lengi hreyf-
ingarlaus, full djúpstæðrar ánægju.
Pessi ánægja átti rætur sínar að
rekja til þeirrar sælu fullvissu að á
hverju kvöldi myndi ég tjalda ein-
hvers staðar og halda af stað að morgni.
Engin föst áform. Enginn sími. Engir
stílar að leiðrétta. Ekkert að hafa fyr-
ir stafni hvern friðsælan daginn á
fætur öðrum, annað en að aka. Burt-
séð frá nokkrum símtölum við 21 árs
gamlan son minn lét ég engan vita
hvar ég var. Og ég var fyllilega sátt
með að enginn vissi hvar ég var niður
komin eða vissi hvenær ég kæmi aft-
ur.
Fólkið. Pað var ný reynsla. Maður-
inn við bensíntankinn í Quebec svar-
aði spurningu minni um hvítu „fjöll-
in“ við asbestnámurnar á þá leið, að
hann sendi son sinn inn eftir asbest-
bita handa mér — glampandi, svört-
um steini, sem leit út fyrir að bóm-
ullarþræðir héngu út úr — til þess
að ég gæti sýnt vinum mínum heima.
Og litlu drengirnir tveir, barnabörn
hjónanna, sem ráku tjaldstæðið, sýndu
mér bestu, fegurstu og leyndustu stað-
ina við litla vatnið, þar sem ég gæti
tjaldað, og trítluðu samviskusamir við