Úrval - 01.11.1975, Page 51

Úrval - 01.11.1975, Page 51
49 KVENNAÁRIÐ MITT Á MÓTORHJÓLI heima. Ég er 1.68 sm há og 52 kg á þyngd. Pað er því ekki stærð mín, sem vekur virðingu. Pað er eitthvað annað. Og ég held að það hafi ein- faldlega verið það, að ég lagði upp í þessa ferð. Venjulega keyrði ég rólega af stað og muldraði „sko!“ og „nei!“ þegar ég sá nýtt landslag breiðast út fyrir framan mig. Ég man ennþá hallann í beygjunum, þegar ég keyrði króka- beygjuvegi upp fjöllin. Eru nokkur fallegri tré til en þyrping af hvítu birki, sem stendur eins og krítarstrik upp úr barrskóginum? Dag nokkurn er ég hafði tjaldað við fjallavatn, fann ég nokkur stór stykki af birkiberki og skrifaði á þau bréf. Mig hafði allt- af dreymt um að skrifa bréf á birki- börk. Pað færði mig aftur til sjö ára aldursins, þegar það skemmtilegasta, sem ég gat hugsað mér, var að leika indíána. Eina nóttina kaus ég heldur að sofa í smákofa í stað tjaldsins. Hann var pínulítill og stóð við hið volduga St. Lawrencefljót, þar sem það var 30 km breitt og er næstum eins og hafið með sjávarföllum, mávum og fullt af reka- drumbum, sem hafði skolað upp á ströndina. Ég hlóð dálítinn bálköst, sem ég skvldi með steinum, eldaði matinn, borðaði og sat svo með uppá- haldsdrykkinn — súkkulaði og kaffi til helminga — á meðan sólin gekk undir. Ég sat lengi í rökkrinu á rauðbrún- um sandinum og hallaði mér upp að trjábol, sem var rennisléttur af öldu- rótinu. Smám saman seig ég neðar og neðar, þar til höfuðið hvíldi á trjá- bolnum, og ég hvíldist í sandinum. Bálið var nær útkulnað og appelsínu- litur rnáninn lýsti upp svarbláan him- ininn. Pað hafði hækkað í fljótinu svo það átti fáa metra eftir að fót um mínum. Ég lá langa lengi hreyf- ingarlaus, full djúpstæðrar ánægju. Pessi ánægja átti rætur sínar að rekja til þeirrar sælu fullvissu að á hverju kvöldi myndi ég tjalda ein- hvers staðar og halda af stað að morgni. Engin föst áform. Enginn sími. Engir stílar að leiðrétta. Ekkert að hafa fyr- ir stafni hvern friðsælan daginn á fætur öðrum, annað en að aka. Burt- séð frá nokkrum símtölum við 21 árs gamlan son minn lét ég engan vita hvar ég var. Og ég var fyllilega sátt með að enginn vissi hvar ég var niður komin eða vissi hvenær ég kæmi aft- ur. Fólkið. Pað var ný reynsla. Maður- inn við bensíntankinn í Quebec svar- aði spurningu minni um hvítu „fjöll- in“ við asbestnámurnar á þá leið, að hann sendi son sinn inn eftir asbest- bita handa mér — glampandi, svört- um steini, sem leit út fyrir að bóm- ullarþræðir héngu út úr — til þess að ég gæti sýnt vinum mínum heima. Og litlu drengirnir tveir, barnabörn hjónanna, sem ráku tjaldstæðið, sýndu mér bestu, fegurstu og leyndustu stað- ina við litla vatnið, þar sem ég gæti tjaldað, og trítluðu samviskusamir við
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.