Úrval - 01.11.1975, Side 106

Úrval - 01.11.1975, Side 106
104 ÚRVAL voru stórir skápar með glerhurðum fullir af forláta skóm og gljáandi stíg- vélum. Það var skínandi fallegt. En frúnni gömlu var farin að förlast sjón, og hafði hún því enga ánægju af þess konar. Mitt á meðal skónna voru ein- ir rauðir, alveg eins og skórnir prins- essunnar, og þeir voru einstaklega fal- legir. Skóarinn sagði líka, að þeir hefðu verið gerðir handa greifabarni, en hefðu ekki reynst mátulegir. „Pað mun vera gljáleður í þeim,“ sagði frúin gamla, — „þeir gljá.“ „Já, þeir glansa,“ sagði Katrín, og. þeir reyndust henni mátulegir, en gamla frúin vissi ekki, að þeir voru rauðir, því hún mundi aldrei hafa leyft Katrínu að ganga til fermingar með rauða skó á fótunum, en það gerði nú Kntrín engu að síður. Öllum varð starsýnt á fætur henn- ar. og þegar hún gekk inn eftir kirkju- gólfinu að kórdyrunum, þá þótti henni sem gömlu myndirnar á legsteinunum, þessar myndir af prestum og prest- konum, með stífu kragana og á síðu, svörtu fötunum, væru að hvessa aug- un og horfa á rauðu skóna hennar. Um rauðu skóna og annað ekki var hún að hugsa, þegar presturinn lagði hönd á höfuð hennar og talaði um heilaga skírn og sáttmálann við guð og um það, að nú ætti hún að vera fullorðin, sannkristin stúlka. Og org- elið hljómaði svo hátíðlega og barna- raddirnar ómuðu svo fagurt og organ- leikarinn söng með, en Katrín hugs- aði ekki um nokkurn skapaðan hlut nema rauðu skóna. Seinna um daginn varð gamla kon- an þess vís af allra umtali, að skórnir hefðu verið rauðir, og hún sagði, að það væri ljótt og að Katrín ætti fram- vegis að hafa svarta skó á fótum, þeg- ar hún færi til kirkju, og það gerði ekkert til, þó skórnir væru gamlir. Sunnudaginn eftir var altarisganga. Katrín horfði á svörtu skóna, — hún horfði á rauðu skóna og svo leit hún á þá aftur, og það varð úr, að hún setti upp þá rauðu. Pað var glaða sólskin. Pær Katrín og frúin gamla gengu eftir stígnum, sem lá eftir kornakrinum, og þar var ryksamt í meira lagi. Við kirkjudyrnar stóð gamall dáti með hækjur og fáránlega sítt skegg og var það fremur rautt en hvítt. Hann laut til jarðar og spurði gömlu kon- una, hvort hann mætti strjúka rykið af skónum hennar. Katrín rétti líka fram litla fótinn sinn. „Nei, sko! tarna eru fallegir dansskór!“ sagði dátinn, „sitjið þið fastir, þegar þið
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.