Úrval - 01.11.1975, Page 106
104
ÚRVAL
voru stórir skápar með glerhurðum
fullir af forláta skóm og gljáandi stíg-
vélum. Það var skínandi fallegt. En
frúnni gömlu var farin að förlast sjón,
og hafði hún því enga ánægju af þess
konar. Mitt á meðal skónna voru ein-
ir rauðir, alveg eins og skórnir prins-
essunnar, og þeir voru einstaklega fal-
legir. Skóarinn sagði líka, að þeir
hefðu verið gerðir handa greifabarni,
en hefðu ekki reynst mátulegir.
„Pað mun vera gljáleður í þeim,“
sagði frúin gamla, — „þeir gljá.“
„Já, þeir glansa,“ sagði Katrín, og.
þeir reyndust henni mátulegir, en
gamla frúin vissi ekki, að þeir voru
rauðir, því hún mundi aldrei hafa leyft
Katrínu að ganga til fermingar með
rauða skó á fótunum, en það gerði nú
Kntrín engu að síður.
Öllum varð starsýnt á fætur henn-
ar. og þegar hún gekk inn eftir kirkju-
gólfinu að kórdyrunum, þá þótti henni
sem gömlu myndirnar á legsteinunum,
þessar myndir af prestum og prest-
konum, með stífu kragana og á síðu,
svörtu fötunum, væru að hvessa aug-
un og horfa á rauðu skóna hennar.
Um rauðu skóna og annað ekki var
hún að hugsa, þegar presturinn lagði
hönd á höfuð hennar og talaði um
heilaga skírn og sáttmálann við guð
og um það, að nú ætti hún að vera
fullorðin, sannkristin stúlka. Og org-
elið hljómaði svo hátíðlega og barna-
raddirnar ómuðu svo fagurt og organ-
leikarinn söng með, en Katrín hugs-
aði ekki um nokkurn skapaðan hlut
nema rauðu skóna.
Seinna um daginn varð gamla kon-
an þess vís af allra umtali, að skórnir
hefðu verið rauðir, og hún sagði, að
það væri ljótt og að Katrín ætti fram-
vegis að hafa svarta skó á fótum, þeg-
ar hún færi til kirkju, og það gerði
ekkert til, þó skórnir væru gamlir.
Sunnudaginn eftir var altarisganga.
Katrín horfði á svörtu skóna, — hún
horfði á rauðu skóna og svo leit hún
á þá aftur, og það varð úr, að hún
setti upp þá rauðu.
Pað var glaða sólskin. Pær Katrín
og frúin gamla gengu eftir stígnum,
sem lá eftir kornakrinum, og þar var
ryksamt í meira lagi.
Við kirkjudyrnar stóð gamall dáti
með hækjur og fáránlega sítt skegg og
var það fremur rautt en hvítt. Hann
laut til jarðar og spurði gömlu kon-
una, hvort hann mætti strjúka rykið
af skónum hennar. Katrín rétti líka
fram litla fótinn sinn. „Nei, sko!
tarna eru fallegir dansskór!“ sagði
dátinn, „sitjið þið fastir, þegar þið