Skírnir

Volume

Skírnir - 01.12.1917, Page 4

Skírnir - 01.12.1917, Page 4
338 Trúarhugtakið. [Skirnir þjóðura, ekki að eins utan, heldur einnig innan kristn-- innar. Því trúarhugtakið hefir orðið fyrir miklum breytingura frá því fyrst vér þekkjum til og alt til vorra tírna. Trúarhugtakið á sína s ö g u, og sú saga sýnir, að langt er frá því, að altaf hafi hið sama verið lagt í orðin t r ú og að t r ú a. Sú saga er mjög fróðleg, og kennir hún oss meðal annars, hversu hugtök, sem alment eru notuð, hafa á ýmsum tímum verið höfð í mismunandi merkingu, og. jafnvel á sama tíma hefir næsta ólíkur skilningur verið lagður i hugtökin eftir andlegum þroska þeirra, er þau notuðu, og eftir hinuni margvíslegu aðstæðum, er rnótuðu. andlegt umhverfi manna. Því saga trúarliugtaksins sýnir oss einnig, hvernig lífskjörin að ýmsu ieyti hafa ráðið því á hvað í trúarhug- takinu mest áherzla var lögð. Þetta má að miklu leyti rekja gegnum aldirnar og þá ekki sízt í nýja testamentinu, eftir að mönnum hefir skilist að rannsaka beri og skoða«- hin ýmsu rit þess einnig frá sögulegu sjónarmiði. Af þessu ætti öllum að vera ljóst, hve trúarhugtakið er margbrotið viðfangsefni, og að ekki getur verið viðlit að taka allar hliðar þess til athugunar i einu erindi, ef út í nokkuð á að fara til hlítar. En trúarhugtakið er eitt af meginhugtökum kristin- dómsins. Á það lögðu siðbótarhöfundarnir megináherzluna. Og þar eð þetta ár er 400 ára minningarár siðbótarinnar, virðist eiga vel við að taka þetta hugtak hér til yfirveg- unar og leita til frumu]5psprettu vor kristinna manna,, þegar um réttan skilning á einhverjum atriðum kristin- dómsins er að ræða, til nýja testamentisins sjálfs, til þess að gera sér sem glöggasta grein fyrir þvi, livað í hug- takinu trú felist samkvæmt kristilegum skilningi, og á- hvað þar beri mesta áherzlu að leggja. Það sem eg ætlaði mér að tala hér uitt e r þ v í trúarhugtákið eins og vér lcynnumst því í ritunif nyja testamentisins.

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.