Skírnir

Volume

Skírnir - 01.12.1917, Page 5

Skírnir - 01.12.1917, Page 5
Skirnir] Trúarhugtakið. 339' Verður þá fyrst fyrir mér að athuga prédikun Jesú. I. Hvað kendi Jesús um trúna, og hvað eirikendi trú hans sjdlfs? Þegar gera á sér grein fyrir því, hvað Jesús hafi lagt í hugtakið trú, verður þess tvenns að gæta, bæði að athuga ummæli hans um trúna, bein og óbein, og svo einnig að taka tillit til lýsinga guðspjallsheimilda vorra á því, er aðallegast einkendi trú Jesú sjálfs. 1. Bein ummæli Jesú um trúna eru ekki mörg í elztu heimildum vorum. Orðið trú kemur t. d. að eins fyrir í tvennum ummælum Jesú, sem tilfærð eru í Ræðuheimildinni svonefndu. En Ræðuheimildin er talin önnur elzta aðalheimild guðspjalla vorra og er sam- eiginleg bæði fyrir Mt. og Lúkasarguðspjall. Nokkru oftar kemur orðið fyrir í hinni aðalheimild samstofna guðspjall- anna, Markúsarheimildinni. Sögnin að trúa kemur einnig sjaldan fyrir í samstofna (o: þremur fyrstu) guð- spjöllunum. Skulu nú talin aðalummæli Jesú um trúna í samstofna guðspjöllunum. Byrja eg þá á u m m æ 1 u n u m í M a r k ú s a r- heimildinni. I 4. kap. Markúsarguðspj. er sagt frá því, þegar J e s ú s var með lærisveinum sínum ú t i á G e n e- saretvatninu og stormhrinan reis og öldurnar féllu inn í bátinn. Jesús svaf í skutnum, en lærisveinarnir vöktu hann. Þá sagði Jesus við þá: »Hví eruð þér hræddir, hafið þérenn enga trú?« (Mk. 4,40). Mt. orðar ummælin: »Hví eruð þér hræddir, lítiltrúaöir?« (8, 26), en Lk.: »Hvar er trú yðar?« (8, 25). I næsta k a p. M lc. er sagt frá blóðfallssjúku konunni, er snart klæði Jesú í mannþyrpingunni, féll. til fóta honum og sagði honum, hvers vegna hún hefði snortið hann og hvernig hún hefði læknást. Við hana sagði Jesús: sDóttir, trú þín hefir gert þig ke i 1 a« (Mk. 5, 34). Lk. orðar ummælin alveg eins

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.