Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.12.1917, Side 6

Skírnir - 01.12.1917, Side 6
340 Trúarhugtakið. [Skírnir (8, 48). En orðalagið er hjá Mt.: »Vertu hughraust dóttir, trú þín hefir gjört þig heila« (9, 22). Meðan Jesús enn var að mæla við konuna, komu menn frá samkundustjóranum Jairusi og segja honum lát dóttur hans og biðja hann að ómaka meistar- ann ekki lengur. En Jesús gaf eigi gaum að orðum mannanna, en sagði við samkundustjórann: »V e r t u e k k i h r æ d d u r, t r ú ð u a ð e i n s« (5, 36). Orðin eru eins hjá Lk. (8, 50), en vantar í hliðstæða stsðinn hjá Mt. (9). Þá höfum vér t v e n n u m m æ 1 i um trúna i 9. kap. Mk.guðspj. önnur eru í viðtali við föður flogaveika piltsins, sem hafði komið með son sinn til lærisveina hans, en þeir ekki getað læknað. Jesús lét þá færa piltinn til sín og spurði föðurinn, hve lengi drengurinn hefði verið veikur af flogaveiki sinni. Faðirinn segir Jesú það og biður hann að sjá aumur á þeim og hjálpa piltinum, ef hann geti nokkuð. Þá sagði Jesús eftirtektaverðu orðin: »Ef þú getur! Sá getur a 11, s e m t r ú n a h e f i r« (9, 23). Hin ummælin í þessum kap. eru i viðtali Jesú við lærisveinana, þar sem hann segir: »Hver sem hneykslar einn af þessum smælingjum, s e m á m i g t r ú a, betra væri honum að honum væri varpað í hafið með stóran kvarnarstein um hálsinnc (9, 42; sbr. Mt. 18,6). I næsta kap. Mk.gu ð s p j. er sagt frá lækningu Bartímeusar, b 1 i n d a b e i n i n g a m a n n s i n s, er sat við veginn v i ð J e r í k ó. Maður þessi kallaði til Jesú, er hann fekk að vita, að hann færi fram hjá, og bað hann að gefa sér aftur sjón sína. Við hann sagði Jesús: *Far þú leiðar þinnar, trú þin hefir gjört þig keilan« (10,52). L ú k. orðar ummælin: »Verð þú aftur sjáandi! trú þín hefir gjört þig heilan« (18, 42). í 11. kap. Mk. eru eftirtektaverðu orðin, sem Jesús sagði við lærisveina sína, þegar Pétur benti honum á visnaða fíkjutréð: »Trúið á guð. Sannlega segi eg yður, hver sem segir við fjall þetta: Lyftist þú upp og

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.