Skírnir

Volume

Skírnir - 01.12.1917, Page 7

Skírnir - 01.12.1917, Page 7
Skirnir] Trúarhugtakið. 341 steypist þú í hafið! og efar ekki í hjarta sínu, heldur t r ú i r, að svo fari sem hann mælir, lionum mun verða að því. Fyrir því segi eg yður: Hvers sem þér biðjið og beiðist, þá trúið að þér hafið öðlast það,. og þér munuð fá það« (22.—24. v.). Ummæli þessi eru líka í Mt.guðspj., en nokkuð öðruvísi orðuð þar (21, 21). Þetta voru helztu ummælin í Mk. Skal eg nú næst nefna aðalummæli Ræðuheimildarinnar eina og vér lesum þau í Mt. og Lúk guðspjalli. Þar sem Jesús í Fjallræðunni erað vara við áhyggjum, kemst hann meðal annars svo að orði: »Fyrst Guð nú skrýðir svo gras vallarins, sem í dag stendur, en á morgun verður í ofn kastað, skyldi hann þá ekki miklu fremurklæðayður, þér lítiltrúaðir?* (Mt. 6, 30; sbr. Lúk. 12, 28 nær orðrétt eins). Um hundraðshöfðingjann í Kapernaum sagði Jesús við þá., sem fylgdu honum: »Sannlega segi eg yður, ekki einu sinni í ísrael hefi eg fundið svo mikla trú« (Mt.*8, 10; sbr. Lk. 7, 9 nær alveg orðrétt). Og við hundraðshöfðingjann sagði Jesús: »Far þú burt, verði þér eins og þú trúðir* (Mt. 8, 13). Við lækningu t u n g 1 s j ú k a piltsins, sem sagt er frá í 17. kap. Mt.guðspj., segtr Jesús eftirtektaverðu orðin: »Sannlega segi eg yður: ef þér hafið trú eins og fflustarðskorn, þá munuð þér segja við þetta fjall: Flyttu þig þaðan og hingað! og það mun flytja sig, og ekkert mun vera yður um megn« (Mt. 17, 20). í l 7. kap. Lk.guðspj. eru lík ummæli, þó öðruvísi orðuð. Far stendur: »Og postularnir sögðu við Drottin: Auk 0ss trú. En Drottinn sagði: »Ef þér hafið trú eins og m u s t ar ð s k o r n, gætuð þér sagt við n ór- berjatré þetta: Rif þig upp með rótum og gróðurset þig í hafinu; og það mundi hlýða yður« (5.—6. v.). S é r h e i m i 1 d M a 11 e u s a r hefir ummælin við- lækningu blindu mannanna tveggja, sem sagt er frá í 9. kap. Mt.guðspj. Jesús spyr þá: »Trúið þið, að eg g e t i g j ö r t þ e 11 a« ? (o: læknað þá). Þeir segja við

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.