Skírnir

Volume

Skírnir - 01.12.1917, Page 26

Skírnir - 01.12.1917, Page 26
Bruni. Húsið var afskekt, — ilt að leigja,- En á sköttum var lítil sveigja. Bölvans árferði á alla lund. Þetta var gisinn gargans hjallur,. gluggaskældur og dyrahallur, i’ottukastali og rakadallur. Kjallarans ætt var ilt að þola, og efsta loftið var »spólu« hola; stopul afgjöld, en stöðugt þrusk. Miðlofts ágóðann árinn hirði: Uppgjafa-sýsli, landsins byrði, sem engum borgaði eyrisvirði. Efiaust vefengja enginn þyrði að eigandans neyð var jötunbyrði. Fjármálasorti og ráðlaust rangl. Því varð tunglskyn í tómlætinu, er tók hann fyrst eftir snjallræðinu, andvökunótt í náttmyrkrinu. Honum virtist sem »vátryggingin« vildi ólm að þau »settu upp liringinn Hún var bro3andi og hneigði sig: »Komdu nú burt frá þrautum þínum, þigðu’ af mér staup af lánsins vínum svalaðu þér á sjóðum mínum«.

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.