Skírnir

Volume

Skírnir - 01.12.1917, Page 30

Skírnir - 01.12.1917, Page 30
864 í rökkrinu. [Skirnir af því nema það að stór hundur aótti að mér og beit mig í fótinn. Eg hrökk upp. Eg fann það að mig sárkendi til í stóru tánni. Eg . reis upp og skoðaði fótinn. Stóra táin var kalin og hin næsta líka! Brátt kom konan með kaffið. Eg sagði henni hvar komið var. Henni varð bilt við og bauð að senda eftir lækni. Því tók eg með þökkum. Læknirinn kom á fjórða degi. Hann dæmdi báðar tærnar til dauða. En eg slapp með að missa hálfa aðra. Eg samdi um það að fá að vera þarna þangað til mér batnaði. Var það auðfengið. Mér leiddist brátt að liggja og haltraði því um bæinn ' jafnskjótt og eg þoldi það. Heimilið var fremur daufiegt. Fátt var þar bóka, nema nokkrar gamlar bækur sem móðir konunnar átti. Hún var við aldur og var henni þungfært. Sat hún oftast í herbergi sinu. Þar komu fáir nema börn hjónanna. Gamla konan léði mér fúslega bækur sínar. Var hún einnig fús til þess að ræða efni þeirra. Á þennan hátt urðum við málkunnug. Sátum við oft á tali og fann eg að hún var skýr kona og kunni glögga grein á mörgu. Um einmánaðarkomu tók tíðin að breytast. Hlákur komu. Snjóa leysti svo jörð varð auð. Þá komu ein- muna blíðviðri. Mér varð þá órótt inni. Eg fór að smá koma út og litast um, því eg var lítt kunnugur þarna Mér þótti fallegt á Bjargi. Ibúðarhúsið var nýbygt og stóð nokkuð fjarri rúst- um gamla bæjarins. Frá honum lá hallandi grund upp undir bjargið. Þá tók við brött brekka og loks Bjargið sjálft. Víða höfðu skriður fallið úr því niður brekkuna og auðsjáanlega langt niður eftir grundinni. En hún hafði sjálfsagt verið rudd.

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.