Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.12.1917, Side 31

Skírnir - 01.12.1917, Side 31
' Skirnir] í rökkrinu. 865 Á miðri grundinni stóð þó steinn einn mikill, ekki allhár, en sléttur vel og nærri reglulegur teningur það sem stóð úr jörðu. Við hann hafði mannsaflið ekki ráðið. Þvi hélt hann sínu sæti. Eg settist sólarmegin við steininn og hvíldi mig um stund. Svo stóð eg upp og ætlaði að hverfa heim aftur. Eg stóð þó við og fór að virða fyrir mér steininn í hugs- unarleysi. Þá sá eg að eitthvað hafði verið krotað á eina hlið hans. Eg aðgætti þetta betur og sá að það voru stafirnir H. og S. Það var að koma kul. Eg snéri heim aftur og gekk inn, lagðist útaf og sofnaði. Eg vaknaði við hávaðann í börnunum. Það var meira en liálfrökkvað. Eg haltraði upp til gömlu konunnar. Hún sat með prjónana sína og raulaði lágt. Eg hefi verið úti í dag, sagði eg, eg var að skoða úfig um hérna í kring. Það er annars fallegt hérna á Bjargi. Já, hér er fallegt. Eg hefi ekki komið víða, én mér Þykir hvergi fallegra en hér, sagði hún. Eg gekk hérna upp að stóra steininum á grundinni. Það er fallegur steinn. Mér sýndist það vera stafir á honum. Stafir .... Já, það áttu að vera stafir. Eg hélt nú að fáir mundu taka eftir þeim eða þekkja þá. Jpað voru Btt æfðar hendur sem gerðu þá. Nú já, þér vitið auðvitað hver hefir graflð þá. Já. Eg ætti að vita hverjir unnu það verk. Segið mér það. Yiljið þér það ekki? Segið mér eitt- hvað um þennan stein. Hún þagði. Ef til vill liggur þar saga á bak við. Eg hefi svo fjarska gaman af sögum.

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.